Fréttir

Betri vörur frá Hlíð

Þau hafa ræktað bleikju í meira en tuttugu ár, alltaf á sömu kennitölunni. Þau vinna fiskinn sjálf og auka verðmætið með því að reykja og grafa. Varan fer um allt land, í verslanir, á veitingastaði og hótel. Hjónin Svanfríður Halldórsdóttir og Gunnar L. Jóhannsson reka Fiskeldisstöðina Hlíð og matvælafyrirtækið Betri vörur í Ólafsfirði
Lesa meira

Heilsuréttur næringarfræðihóps

Nemendur í næringarfræði 3A vinna vikulega verkefni sem felst í því að skila inn uppskrift að heilsusamlegum rétti. Verkefnið er unnið með hliðsjón af því að skólinn er Heilsueflandi framhaldsskóli og “þemað” þetta skólaár er næring. Nemendur þurfa að finna sér uppskrift eða hanna rétt frá grunni og reikna út næringargildi í honum.
Lesa meira

Lífið er – saltfiskur!

Nemendur í Tröllaskagaáfanga hittu í dag manninn sem framleiðir dýrasta þorsk sem Íslendingar flytja út um þessar mundir. Þorskurinn er saltaður, seldur í lofttæmdum umbúðum og kostar meira en 5000 krónur kílóið út úr búð – í Róm. Framleiðandinn er Ektafiskur á Hauganesi þar sem Elvar Reykjalín heldur um stjórnvölinn og flökunarhnífinn.
Lesa meira

Að fanga birtuna og augnablikið

Nemendur í áfanganum Inngangur að listum, fengu gott tækifæri til þess að læra á myndavélina og taka í leiðinni fallega landslagsmynd. Himininn yfir Tröllaskaganum skartaði sínu fegursta og fékk fyrri hópurinn sem myndaði fyrir hádegið dásamleg birtuskilyrði og reynslu af því að fanga rétta augnablikið. Seinni hópurinn sem myndaði eftir hádegi var ekki alveg jafn lánsamur með aðstæður en fékk þó tækifæri til þess að læra á vélina og helstu stillingar.
Lesa meira

Sölumaður óskast!

Ásgeir Logi Ásgeirsson, atvinnurekandi í Ólafsfirði var gestur í Tröllaskaáfanga á föstudag. Hann ræddi meðal annars um mikilvægi sölumennskunnar. Það væri til lítils að framleiða góða og vandaða vöru ef maður kynni ekki að koma henni í verð. Sumum væri þetta betur lagið en öðrum en þjálfun væri líka nauðsynleg ásamt því að hafa þekkingu á því sem maður væri að selja.
Lesa meira

Útivist og björgun

Björgunarsveitarmaðurinn Grétar Laxdal Björnsson fræddi nemendur í útivistaráfanga um þær hættur sem menn þurfa að gæta sín á þegar þeir ferðast um fjöll í snjó. Nemendur fengu einnig kennslu í því hvernig og hvenær á að nota snjóflóðaýlur og hvernig þær nýtast til að leita að fólki sem lent hefur í snjóflóði eða svokallaða félagabjörgun.
Lesa meira

Steikt ýsa

Á matseðli starfsbrautarnemenda í dag er steikt ýsa í raspi með kartöflum, salati og hvítlauks-gerbrauði. Matreiðslan og annar undirbúningur máltíðarinnar fer fram í áfanganum Tilveran þar sem áhersla er lögð á næringarfræði, matreiðslu og heimilishald. Bóklegir tímar eru mánudögum en verklegar æfingar á fimmtudögum. Nemendum var skipt í þrjá hópa í morgun. Tveir hópar unnu að bakstrinum en einn að eldamennskunni og síðan hjálpast allir að við að leggja á borð. Nemendur voru glaðbeittir fyrir hádegið og sögðu að alltaf væri gaman að læra eitthvað nýtt og auðvitað þyrftu allir að borða. Kennari í Tilverunni er Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir.
Lesa meira

Gestir frá Primex

Líftæknifyrirtækið Primex á Siglufirði fékk nýsköpunarverðlaun Íslands á síðasta ári. Primex framleiðir efni í snyrtivörur, til að græða sár og til að blanda í fæðubótarefni. Hráefnið er rækjuskel en úr einu tonni af skel fást aðeins 30 kíló af hinu virka efni. Megnið af framleiðslunni er selt til annarra fyrirtækja en lítill hluti fer á neytendamarkað.
Lesa meira

Kennarar á skólabekk

Kennarar skólans sátu eftir að kennslu á haustönn lauk námskeið um grunnþætti nýrrar aðalnámskrár. Grunnþættirnir eru sex en að þessu sinni var farið í tvo. Annars vegar lýðræði og mannréttindi og hins vegar sjálfbærni. Leiðbeinendur voru Ármann Halldórsson og Ester Ýr Jónsdóttir og var námskeiðið bæði gagnlegt og skemmtilegt.
Lesa meira

Sjávarnytjar í Tröllaskagaáfanga

Ólafur Marteinsson framkvæmdastjóri Rammans var gestur í Tröllaskagaáfanga í gær. Hann greindi nemendum meðal annars frá því að síðan hann hóf störf í sjávarútvegi hefði hann ekki séð jafn mikla verðlækkun á skömmum tíma og orðið hefði á þoski á síðasta mánuði.
Lesa meira