Fréttir

Yugigessen

Útivistarhópur undir stjórn Ásdísar Sigurðardóttur reyndi nýja íþótt á lóð skólans í morgun. Þetta er yugigessen sem gengur út á að sækja fána yfir á svæði andstæðingsins. Á meðan menn reyna það skjóta andstæðingarnir snjóboltum að sóknarmönnum. Á vellinum eru virki til skjóls í sókninni. Nemendur hlóðu virkin í morgun. Þeir voru þungir í gang en leikgleðin tók yfir þegar keppnin hófst.
Lesa meira

Fréttamál vikunnar

Eitt verkefna nemenda í stjórnmálafræði er að velja málefni af félagslegum eða pólitískum toga sem hátt ber í fréttum, gera grein fyrir því í stuttri frásögn og stýra umræðum í kennslustund. Dana Rún og Jón Árni fjölluðu um lyfjapróf á vinnumarkaði í síðustu viku og urðu nokkuð líflegar umræður eftir fyrirlestur þeirra.
Lesa meira

Nemendur í Vetraríþróttum

Nemendur í Vetraríþróttum eiga að hitta Ásdísi í Menntaskólanum á Tröllaskaga í dag 25.02.
Lesa meira

Að miðla af reynslu

Fyrirlesarar í Tröllaskagaáfanga í dag voru nokkrir “gamlir nemendur”, sumir útskrifaðir. Þeir greindu frá reynslu sinni af nýsköpunarverkefni sem þeir gerðu þegar þeir tóku áfangann. Nemendur sem nú eru í áfanganum hafa þegar skipt sér í nokkra hópa og munu nota allan síðari hluta annarinnar til að gera slík verkefni.
Lesa meira

Bragfræði

Páll Helgason, kennari frá Siglufirði var gestur nemenda á starfsbraut í dag. Hann kenndi þeim grunnatriði í bragfræði, svo sem að þekkja rímorð, stuðla og höfuðstafi. Mikil kúnst er að gera góðar vísur þar sem öllum reglum er fylgt. Páll notaði meðal annars kveðskap eftir Einar Benediktsson sem dæmi.
Lesa meira

Fræðsla Aflsins

Fræðslufundur Aflsins verður haldinn í fundatímanum í dag. Þetta er fyrirlesturinn sem átti að vera á miðvikudaginn fyrir viku en féll þá niður af óviðráðanlegum orsökum. Aflið eru samtök gegn kynferðis- og heimilisofbeldi sem Nemendafélagið Trölli hefur fengið til að fræða nemendur um þessi mál. Fyrirlesturinn verður í Bókasafninu kl. 11-12. Nemendaráð hvetur nemendur til að mæta.
Lesa meira

Sjálfsmyndin

Kristín Tómasdóttir fjallaði um sjálfsmynd stelpna og ungra kvenna í fyrirlsestri í skólanum í gær. Hún lagði sérstaka áherslu á hvernig þær geti markvisst eflt sjálfsmynd sína og áhrif mismunandi hlutverka á sjálfsmyndina. Allmargar stúlkur sóttu fyrirlesturinn og kom þeim á óvart hvað það er margt sem hefur áhrif á sjálfsmyndina.
Lesa meira

Hvað er viðskiptaáætlun?

Það lærðu nemendur í Tröllaskagaáfanga í gær hjá Selmu Dögg Sigurjónsdóttur á Nýsköpunarmiðstöð. Hægt er að líta á viðskiptaáætlun sem sögu þar sem varan okkar eða þjónustan er aðalpersóna. Söguþráðurinn er svo hvernig hugmynd verður að veruleika, hvað á að framleiða eða selja, hvað þarf til, hvar á starfið að fara fram, hverjir eru mögulegir kaupendur og hvernig ætlum við að ná til þeirra.
Lesa meira

Lilja Björk sigrar

Glæsileg söngkeppni skólans var haldin í kvöld og sigraði Lilja Björk með stórkostlegum flutningi á laginu Take me or Leave me úr Rent. Í öðru sæti var Svavar Þór sem flutti eigið lag og sögðust margir áheyrendur hafa fengið gæsahúð svo vel var að verki staðið. Í þriðja sæti var Kristlaug Inga með lagið Stay með Miley Cirus.
Lesa meira

Uppblásin lungu!

Nemendur í líffræði skoðuðu líffæri úr svínum í vikunni. Þar á meðal hjarta, lungu, lifur, vélinda, barka og þind. Lungun voru skoðuð rækilega og blásin út. Einnig voru hjörtun skorin og skoðuð hvolf, gáttir, lokur og helstu æðar. Nemendur reyndu að átta sig á leið blóðsins um hjartað.
Lesa meira