LAN mót

Keppendur á LAN móti
Keppendur á LAN móti
Tölvuklúbbur skólans hélt svokallað "LAN" mót um helgina. Það felur í sér að tölvuleikjaspilarar koma saman með tölvur sínar og spila uppáhaldsleikina sína í góðum félagsskap. Mótið hófst á föstudagskvöld og spilað var fram undir morgunn. Leikirnir felast bæði í keppni og samspili. Þetta er þriðja LAN-mótið í skólanum í vetur.

 Tölvuklúbbur skólans hélt svokallað "LAN" mót um helgina. Það felur í sér að tölvuleikjaspilarar koma saman með tölvur sínar og spila uppáhaldsleikina sína í góðum félagsskap. Mótið hófst á föstudagskvöld og spilað var fram undir morgunn. Leikirnir felast bæði í keppni og samspili. Þetta er þriðja LAN-mótið í skólanum í vetur.

Meðal hápunkta mótsins var útsláttarkeppni í hinum sígilda "Mortal Kombat" sem háð var á Playstation 3 tölvu. Eftir æsispennandi mót fóru leikar svo að það var sjálfur kennarinn og umsjónarmaður mótsins, Tryggvi Hrólfsson, sem fór með sigur af hólmi (það skal tekið fram að grunsemdir um að brögð hafi verið í tafli komu strax fram og fer nú fram rannsókn til að komast að raun um hvort það sé mögulegt að kennarajálkur geti sigrað ”rjóma” tölvuleikjaspilara skólans án þess að hafa rangt við...)

Þeir sem hafa áhuga geta kynnt sér tölvuklúbb MTR betur á facebook síðu hans: https://www.facebook.com/tolvuklubbur.mtr?fref=ts

Keppendur á LAN móti Tryggvi sigrar