Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir mynd GK
Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir, náms- og starfsráðgjafi skólans og umsjónarkennari á starfsbraut var kjörin á þing í kosningunum á laugardag fyrir Vinstrihreyfinguna grænt framboð. Hún verður 9. þingmaður Norðausturkjördæmis.
Bjarkey var varaþingmaður VG á árunum 2003-2007 og aftur 2009-2013 og hefur nokkrum sinnum tekið sæti á Alþingi. Þá er hún bæjarfulltrúi í Fjallabyggð, kjörin fyrir þremur árum af T-lista Fjallabyggðar. Bjarkey hefur verið í leyfi frá störfum sínum við skólann í aprílmánuði en gerir ráð fyrir að snúa aftur 2. maí.
Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir, náms- og starfsráðgjafi skólans og umsjónarkennari á starfsbraut var kjörin á þing í kosningunum
á laugardag fyrir Vinstrihreyfinguna grænt framboð. Hún verður 9. þingmaður Norðausturkjördæmis.
Bjarkey var varaþingmaður VG á árunum 2003-2007 og aftur 2009-2013 og hefur nokkrum sinnum tekið sæti á Alþingi. Þá er hún
bæjarfulltrúi í Fjallabyggð, kjörin fyrir þremur árum af T-lista Fjallabyggðar. Bjarkey hefur verið í leyfi frá störfum
sínum við skólann í aprílmánuði en gerir ráð fyrir að snúa aftur 2. maí.