Rannsókn á vímuefnanotkun nemenda í framhaldsskólum bendir til þess að áfengisdrykkja nemenda MTR sé minni en í öðrum framhaldsskólum landsins. Í könnun sem gerð var í febrúar 2013 sögðust 25% þeirra sem þátt tóku hér að þeir hefðu orðið ölvaðir síðustu 30 daga. Í öðrum skólum var hlutfallið á bilinu 30-78%.
Rannsókn á vímuefnanotkun nemenda í framhaldsskólum bendir til þess að áfengisdrykkja nemenda MTR sé minni en í öðrum
framhaldsskólum landsins. Í könnun sem gerð var í febrúar 2013 sögðust 25% þeirra sem þátt tóku hér að þeir
hefðu orðið ölvaðir síðustu 30 daga. Í öðrum skólum var hlutfallið á bilinu 30-78%.
Einnig var spurt um reykingar og sögðu 7,5% svarenda í MTR að þeir reyktu daglega. Lægsta hlutfallið var 1,5% en það hæsta 33%. Notkun nemenda
skólans á marijúana er lítil ef marka má könnunina, 5% sögðust hafa notað efnið einu sinni eða oftar og var það lægsta
hlutfallið í könnuninni. Á hinn bóginn sagðist 5,1% hafa notað hass einu sinni eða oftar og þar var MTR nærri miðjunni í hópi
framhaldsskóla. Í 12 skólum sögðust hlutfallslega færri hafa notað hass en í 17 skólum sögðust hlutfallslega fleiri hafa gert
það. Þátttakendur í könnuninni voru dagskólanemendur á aldrinum 16-20 ára. Fyrirtækið Rannsóknir og greining, við
Háskólann í Reykjavík gerði könnunina.