Íþróttagarpar

Mynd/ Frá setningu mótsins í Laugardalshöll
Mynd/ Frá setningu mótsins í Laugardalshöll
Þrír nemendur skólans og einn fyrrverandi nemandi náðu frábærum árangri á Íslandsmóti Íþróttafélags fatlaðra um helgina. Sigurjón Sigtryggsson vann silfurverðlaun í 200 metra hlaupi og brons í 60 metra hlaupi. Rúna (Geirrún Jóhanna) Sigurðardóttir, Heiðrun Sólveig Jónsdóttir og Sveinn Þór Kjartansson náðu mjög góðum árangri í boccia.

Þrír nemendur skólans og einn fyrrverandi nemandi náðu frábærum árangri á Íslandsmóti Íþróttafélags fatlaðra um helgina. Sigurjón Sigtryggsson vann silfurverðlaun í 200 metra hlaupi og brons í 60 metra hlaupi. Rúna (Geirrún Jóhanna) Sigurðardóttir, Heiðrun Sólveig Jónsdóttir og Sveinn Þór Kjartansson náðu mjög góðum árangri í boccia.

Rúna og Sveinn unnu alla sína leiki á laugardag, það er báru sigurorð af öllum lið í sinni deild í keppninni. Á sunnudag gekk þeim hins vegar ekki jafn vel. Heiðrún Sólveig keppti einnig í boccia ásamt tveimur félögum sínum í Snerpu Íþróttafélagi fatlaðra í Fjallabyggð og fengu þau gullverðlaun í 3. deild.