Vorsýning undirbúin.

Æfing mynd GK
Æfing mynd GK
Nemendur á starfsbraut ætla að taka lagið á Vorsýningu skólans 11. maí. Saman æfir hópurinn lagið Lífið er yndislegt, sem var þjóðhátíðarlag í Eyjum árið 2001. Tveir nemendur, Andri Mar og Hallgrímur, syngja en aðrir leika á trommur, bassa, gítar og fleiri hljóðfæri. Myndin var tekin á æfingu í morgun.

Nemendur á starfsbraut ætla að taka lagið á Vorsýningu skólans 11. maí. Saman æfir hópurinn lagið Lífið er yndislegt, sem var þjóðhátíðarlag í Eyjum árið 2001. Tveir nemendur, Andri Mar og Hallgrímur, syngja en aðrir leika á trommur, bassa, gítar og fleiri hljóðfæri. Myndin var tekin á æfingu í morgun. Auk hins sameiginlega verkefnis ætla nokkrir nemendur á starfsbrautinni að syngja á Vorsýningunni við undirleik kennarans Guito Thomas. Meðal laga sem eru í æfingu er, Þá stundi Mundi, sem er írskt þjóðlag og Kvæðið um fuglana eftir Atla Heimi Sveinsson.