Fjarnemi verðlaunaður

Gæði úr Húnaþing
Gæði úr Húnaþing
Arna Rós Bragadóttir, fjarnemi í inngangi að listum og nemandi í 10. bekk Grunnskóla Húnaþings vestra vann, til verðlauna í opinni hönnunarsamkeppni um lógó fyrir “Gæði úr Húnaþingi”. Keppnin er liður í samstarfi ferðamálafélags svæðisins og ýmissa einstaklinga og fyrirtækja sem selja handverk, matvæli og þjónustu

Arna Rós Bragadóttir, fjarnemi í inngangi að listum og nemandi í 10. bekk Grunnskóla Húnaþings vestra vann, til verðlauna í opinni hönnunarsamkeppni um lógó fyrir “Gæði úr Húnaþingi”. Keppnin er liður í samstarfi ferðamálafélags svæðisins og ýmissa einstaklinga og fyrirtækja sem selja handverk, matvæli og þjónustu.

Arna Rós fékk önnur verðlaun í samkeppninni og má sjá lógóið sem hún hannaði hér til hægri. Í forsögn keppninnar kom fram að tillögur ættu að endurspegla handverk og matvæli, fegurð og ró, einkenni héraðsins svo sem Hvítserk, seli , ferska vinda, heiðalönd eða vatnsföll. Arna Rós hlaut níutíu þúsund krónur í verðlaun fyrir tillögu sína.