Fréttir

Nemendur sýna í Minnesota

Listljósmyndarinn Graycloud Rios hefur komið því til leiðar að verk fimm nemenda skólans verða sýnd í bænum St. Paul í Minnesota í Bandaríkjunum í næsta mánuði. Graycloud kenndi listljósmyndun í miðannarvikunni og hrifust nemendur mjög af honum. Hann fór með þeim bæði kvöldin sem hann var hér að mynda úti og kynntist sumum þeirra mjög vel.
Lesa meira

Gleðitónar

Nemendur í jákvæðri sálfræði kynntu í kennslustund í gær tónlist sem kemur þeim í gott skap, vekur vellíðan og jákvæðar hugsanir. Kynningin er hluti af þríþættu verkefni sem ber yfirskriftinga gleðitónar og ljúka skal í síðasta lagi á sunnudagskvöld. Gleðitónar nemenda reyndust fjölbreyttir og ekki allir nýir af nálinni.
Lesa meira

Rústabjörgun í Þýskalandi

Skúli Lorenz Tryggvason nemandi á íþrótta- og útvistarsviði fer til Þýskalands í sumar til að læra rústabjörgun á vegum Landsbjargar. Ellefu ungir björgunarsveitarmenn, sex stelpur og fimm strákar sem hafa verið valin til fararinnar voru við æfingar í Skorradal heila helgi fyrr í mánuðinum.
Lesa meira

Fjárhúsaferð

Andri Mar Flosason, Geirrún Jóhanna Sigurðardóttir og Hallgrímur Sambhu Stefánsson heimsóttu Úlfar Agnarsson, stuðningsfulltrúa og bónda í fjárhúsin á dögunum. Geirrún fór um með fóðurblöndufötuna og gaf hverri kind en Andri Már talaði mest um kjöt. Þremenningarnir voru hæstáængðir með heimsóknina. Andri Már og Úlfar tóku myndirnar
Lesa meira

Nám nemenda sækist vel

Búið er að hafa samband við alla kennara og niðurstaðan sú að nemendur geta lokið námi vikunnar án sérstakra aðgerða. Verður því ekki gripið til þess að stytta páskafrí eða lengja önnina að svo komnu máli þrátt fyrir að starfsemi í skólahúsnæðinu hafi fallið niður vegna veðurs í þrjá daga. Fjölmargir nemendur eru duglegir við nám sitt og hafa verið í samskiptum við kennara sína og allir nemendur hafa það sem þarf til að ljúka námi sínu þessa vikuna. Einu breytingarnar sem verða er að ...
Lesa meira

Val fyrir haustönn 2013

Áfangar í boði næstu haustönn eru komnir inn. Nemendur sem ætla að halda áfram í skólanum næsta haust eru beðnir um að velja áfanga í samráði við umsjónarkennara sína og forráðamenn séu þeir undir 18. ára aldri. Athugið að verið getur að áfangar falli niður og eru nemendur því beðnir um að gæta þess vel að velja áfanga til vara í vali sínu. Ekki er gert ráð fyrir nemendum sem ekki velja næsta haust og áskilur skólinn sér rétt til að ráðstafa skólaplássum þeirra. Valtímabili lýkur 12. mars 2013. Sjá tengil á lista yfir áfanga þegar fréttin er opnuð en annars undir "Námið".
Lesa meira

Listaverkavefur

Í miðannarvikunni atti hluti nemendanna okkar kappi við tímann með það að markmiði að búa til vandaða möppusíðu á netinu sem stundum er kallað "portfolio". Hluti nemanna vann stafrænar eftirtökur af málverkum og teikningum sem síðan fengu stað í möppunni á meðan aðrir smöluðu saman stafrænum ljósmyndum.
Lesa meira

Skólablað

Fjölmennasti áfanginn í miðannarvikunni gefur út skólablað. Þar verður viðtal við Láru skólameistara, Heiðu Símonar athafnakonu á Dalvík og Guðmund Ólafsson leikstjóra. Einnig verður fjallað um blakmenninguna á Siglufirði og væntanlegan golfvöll, sjósund í Ólafsfirði, klifurvegg á Dalvík og margt fleira. Blaðið verður borið í öll hús í Fjallabyggð og á Dalvík.
Lesa meira

Hreyfimyndagerð

Það krefst ákveðinnar tækni að nota venjulegar myndir sem hráefni í hreyfimyndir. Hægt er að læra að setja myndirnar þannig saman að úr verði myndband sem lítur út fyrir að hafi verið tekið upp sem hreyfimynd. Alice Liu kennir nemendum þessa tækni í miðannarvikunni og á föstudag klukkan 11 verður afraksturinn sýndur í skólanum.
Lesa meira

Tölvusláturhús!

Eitt þeirra verkefna sem nemendur spreyta sig á nú í miðannarvikunni er að læra meira um þær vélar sem þeim er flestum tamast að nota. Að skrúfa sundur gamla fartölvu og setja hana saman aftur krefst ákveðinnar leikni og nákvæmni. Hjá sumum gengu nokkrar skrúfur af og þá þurfti að fara yfir málið að nýju.
Lesa meira