Fréttir

Tólf stúdentar brautskráðir

Gleði ríkti við sjöttu útskrift Menntaskólans á Tröllaskaga í dag. Tólf nemendur brautskráðust, jafn margir og síðasta vor. Samtals hafa fjörutíu og sex nemendur útskrifast frá skólanum. Í dag útskrifaðist fyrsti neminn sem hóf framhaldsskólanám sitt við skólann.
Lesa meira

Hátíð nálgast

Sjötta útskrift MTR verður á morgun. Athöfnin fer fram í Ólafsfjarðarkirkju og hefst klukkan 11:00. Allir eru velkomnir meðan húsrúm leyfir. Pétur Þormóðsson flytur ávarp nýstúdents. Gestum á úrskrift verður hleypt gegn um Héðinsfjarðargöng, samkvæmt upplýsingum slökkviliðsstjóra. Kennarar skólans hafa síðustu tvo daga setið á stífum fundum, lagt drög að nýjum áföngum, metið ýmsa þætti starfsins í vetur og rætt hvernig betur sé hægt að koma til móts við ólíkar þarfir nemenda.
Lesa meira

Fréttatilkynning Fjarmenntaskólinn

Sjö framhaldsskólar á landsbyggðinni hafa ákveðið að bjóða sameiginlega upp á fjarnám með áherslu á starfsnám. Um er að ræða Fjörbrautaskóla Snæfellinga, Fjölbrautaskóla Norðurlands Vestra, Menntaskólann á Tröllaskaga, Framhaldsskólann á Húsavík, Menntaskólann á Egilsstöðum, Verkmenntaskóla Austurlands og Framhaldsskólann í Austur-Skaftafellssýslu.
Lesa meira

Lokaverkefni Evu Rúnar

Íþróttaiðkun er vinsælasta tómstundaiðjan hjá krökkum í 5-10 bekk í grunnskóla Fjallabyggðar. Knattspyrna er vinsælasta íþróttin og stunduð jafnt af stelpum og strákum. Í bandminton eru stúlkur hins vegar í miklum meirihluta. Þetta kemur fram í lokaverkefni Evu Rúnar Þorsteinsdóttur, sem kannaði hreyfingu barnanna. Svör fengust frá 134, sem er 75% nemendanna.
Lesa meira

Skólastarf MTR á alþjóðlegri ráðstefnu

Lára Stefánsdóttir skólameistari er nýkomin af SIRikt 2013 ráðstefnunni í Kranjska Gora í Slóveníu þar sem hún hélt erindi um upplýsingatækni skólastarfi í MTR. SIRikt eru ráðstefnur um upplýsingatækni í skólastarfi en Slóvenar hafa verið dugmiklir á því sviði. Á ráðstefnunni voru 1200 manns og komust færri að en vildu.
Lesa meira

Heiðursveggur Rios

Á Stórsýningunni sem enn stendur yfir er Graycloud Rios heiðraður sérstaklega fyrir framlag sitt til skólans í vetur. Á veggnum eru listljósmyndir eftir Rios en með þeim reynir hann að fanga töfra daglegs lífs. Hann byrjaði að skrifa sjö ára og semur bæði sögur og ljóð en segist í eðli sínu vera flakkari sem læri af öllum sem hann hittir á leiðinni.
Lesa meira

Stórsýning á verkum nemenda

Hefðbundin sýning á verkefnum nemenda í lok annarinnar var sú fjölbreyttasta og fjölsóttasta hingað til. Sýningin var opnuð kl. 13:00 á laugardag en strax upp úr kl. 12:00 var fólk byjað að streyma að. Sýningin gaf skýra mynd af því öfluga, skapandi starfi sem fram fer innan veggja skólans. Sýningin verður opin til föstudags á skólatíma og er öllum velkomið að líta við og skoða hana.
Lesa meira

Úrslit í stærðfræðikeppni

Egill Örn Ingibergsson í Höfðaskóla varð í fyrsta sæti í stærðfræðikeppni Fjölbrautaskóla Norðurlands vestra, Menntaskólans á Tröllaskaga og 9. bekkjar grunnskóla á Norðurlandi vestra, í Fjallabyggð og Dalvíkurbyggð. Sigfinnur Andri Marinósson, Varmahlíðarskóla varð í öðru sæti og Karl Vernharð Þorleifsson, Dalvíkurskóla í þriðja.
Lesa meira

Söngur á Vorsýningu

Gleðin verður við völd þegar þrír tónlistarhópar koma fram á Stórsýningu skólans á morgun. Hópur úr tónlistaráfanganum TON2A05 flytur sex lög, þar af tvö frumsamin. Einsögvarar eru Kristlaug Inga Sigurpálsdóttir, Lilja Björk Jónsdóttir og Matthías Gunnarsson. Starfsbrautarnemendur flytja saman þjóðhátíðarlagið frá 2001 Lífið er yndislegt og minni hópur flytur tvö lög.
Lesa meira

Vorsýning á laugardag

Nemendur og starfsmenn skólans eru á fullri ferð að undirbúa sýningu á afrakstri vorannarinnar. Sýndur verður afrakstur af vinnu nemenda í frumkvöðlaverkefnum, myndlist, listljósmyndun og fleiri skapandi verkefnum. Jákvæð sálfræði var kennd í fyrsta sinn á önninni og verða verkefni úr því námi á sýningunni.
Lesa meira