Lára Stefánsdóttir skólameistari er nýkomin af SIRikt 2013 ráðstefnunni í Kranjska Gora í Slóveníu þar sem hún hélt erindi um upplýsingatækni skólastarfi í MTR. SIRikt eru ráðstefnur um upplýsingatækni í skólastarfi en Slóvenar hafa verið dugmiklir á því sviði. Á ráðstefnunni voru 1200 manns og komust færri að en vildu.
Lára Stefánsdóttir skólameistari er nýkomin af SIRikt 2013 ráðstefnunni í Kranjska Gora í Slóveníu þar sem
hún hélt erindi um upplýsingatækni skólastarfi í MTR. SIRikt eru ráðstefnur um upplýsingatækni í skólastarfi en
Slóvenar hafa verið dugmiklir á því sviði. Á ráðstefnunni voru 1200 manns og komust færri að en vildu.
Lára hélt erindi sem hún nefnir "Whole School Student Focused Approach in Education with ICT" sem fjallar um heildarskipulag upplýsingatækni í námi
og kennslu við skólann. Hún sagði frá skipulagi náms í Moodle, notkun fartölva, vendikennslu og hvernig þetta fléttast saman. Einnig
ræddi hún niðurstöður rannsóknar sinnar á notkun fartölva nemenda og kennara í MA en skipulag MTR byggist að hluta til á
niðurstöðum þeirrar rannsóknar. Einnig ræddi hún fjar- og dreifkennslu skólans, sýndi verkefni nemenda, sagði frá sýningum
skólans og hvernig ný námskrá gæfi tækifæri til náms í takt við nútímann.