Lokaverkefni Evu Rúnar

Íþróttaiðkun er vinsælasta tómstundaiðjan hjá krökkum í 5-10 bekk í grunnskóla Fjallabyggðar. Knattspyrna er vinsælasta íþróttin og stunduð jafnt af stelpum og strákum. Í bandminton eru stúlkur hins vegar í miklum meirihluta. Þetta kemur fram í lokaverkefni Evu Rúnar Þorsteinsdóttur, sem kannaði hreyfingu barnanna. Svör fengust frá 134, sem er 75% nemendanna.

Íþróttaiðkun er vinsælasta tómstundaiðjan hjá krökkum í 5-10 bekk í grunnskóla Fjallabyggðar. Knattspyrna er vinsælasta íþróttin og stunduð jafnt af stelpum og strákum. Í bandminton eru stúlkur hins vegar í miklum meirihluta. Þetta kemur fram í lokaverkefni Evu Rúnar Þorsteinsdóttur, sem kannaði hreyfingu barnanna. Svör fengust frá 134, sem er 75% nemendanna.

Í badminton og knattspyrnu eru kvenþjálfarar og telur Eva Rún að það kunni að skýra að stelpur æfi þessar íþróttir í meira mæli eða til jafns við strákana. Auk knattspyrnu eru frjálsar íþróttir eina heilsársgreinin sem er í boði fyrir þennan aldursflokk. Árstíðabundnu greinarnar eru gönguskíði, svigskíði, golf og bandminton sem fyrr var nefnt. Eftir því sem krakkarnir eldast aukast vinsældir líkamsræktar og í 10. bekk er það vinsælasta greinin. Í ljós kom að krakkarnir eyða að meðaltali um tveimur og hálfri klukkustund á dag við tölvuskjáinn, sem er meira en Lýðheilsustöð telur ráðlegt.