Fréttir

Tímans tönn

Sigurður Ægisson prestur á Siglufirði er einn af velunnurum skólans. Hann var svo höfðinglegur að gefa okkur myndverk í sumar sem nú prýðir skólann. Þetta er vatnslitamynd sem Sigurður málaði árið 1999 og nefnist “Tímans tönn”. Hún sýnir part úr húsi sem búið er að rífa en var í Sléttuhlíð á Tröllaskaga. Ryðið er að naga sig í gegnum bárujárnið.
Lesa meira

Listhús frumkvöðlanna

Alice Liu var gestur í Tröllaskagaáfanga í gær ásamt Joie Hryggur So. Alice stýrir Listhúsinu í Ólafsfirði en Joie er einn fimm listamanna sem dvelur nú í húsinu. Þetta er annað árið sem Alice rekur Listhúsið. Á þeim tíma hafa um fjörutíu listamenn dvalið í húsinu og þeir verða um fimmtíu í árslok.
Lesa meira

Fjölþjóðlegt verkefni

Menntaskólinn á Tröllaskaga tekur þátt í Comeniusarverkefni með þemur skólum í jafn mörgum löndum, Ítalíu, Spáni og Þýskalandi. Verkefnið snýst um vatn og mikilvægi þess fyrir lífríki og samfélag manna. Fengist hefur styrkur að upphæð um fjórar milljónir króna úr Menntaáæltun ESB. Verkefnið stendur í tvö ár og felur í sér umfangsmiklar nemendaheimsóknir. Menntaskólinn á Tröllaskaga leiðir verkefnið og verður Inga Eiríksdóttir, stærðfræðikennari í forsvari fyrir hönd skólans. Fyrsta heimsóknin er í næsta mánuði þegar tuttugu manna hópur nemenda og kennara frá Ítalíu, Spáni og Þýskalandi kemur og dvelur í MTR í viku. Gestirnir læra ljósmyndun, ferðast um Tröllaskaga og nágrenni auk þess að kynnast nemendum menntaskólans og öðru sem vekur áhuga þeirra á vettvangi.
Lesa meira

Fjórða starfsár hafið

Menntaskólinn á Tröllaskaga var settur í fjórða sinn í Tjarnarborg í morgun. Skráðir nemendur eru um eitt hundrað og áttatíu en í upphafi var miðað við að nemendur yrðu um eitt hundrað og tuttugu þegar skólinn hefði náð fullri stærð.
Lesa meira

Skólasetning 21. ágúst kl. 08:30 í Tjarnarborg

Skólasetning fer fram miðvikudaginn 21. ágúst 2013 klukkan 8:30 í Tjarnarborg Ólafsfirði. Rúta fer frá N1 á Dalvík klukkan 8:00 til Ólafsfjarðar og frá Ráðhústorgi á Siglufirði einnig klukkan 8:00. Að lokinni skólasetningu hitta nemendur umsjónarkennara sína í skólanum en því loknu hefst hefðbundin kennsla samkvæmt stundaskrá sem nemendur geta séð í Innu. Hlökkum til að sjá gömlu nemendurna okkar aftur og kynnast nýjum.
Lesa meira

Fjarnám - innritun

Innritun í fjarnám við skólann stendur yfir. Hægt er að senda bréf á mtr@mtr.is eða hringja á dagvinnutíma til að fá upplýsingar og skrá sig. Sjá tengingar á gjaldskrá og hvaða áfangar eru í boði í fjarnámi með því að ýta á "Lesa meira".
Lesa meira

Sumarfrí og innritun

Á morgun 20. júní hefst sumarfrí starfsmanna og verður skólinn því lokaður til 6. ágúst. Innritun hefur gengið vel og eru nú 175 nemendur skráðir í skólann. Allir nýnemar fá bréf í þessari viku. Ennþá er hægt að sækja um skólavist en þær umsóknir verða ekki afgreiddar fyrr en að loknu sumarfríi. Tekið verður við umsóknum til 20. ágúst í þá áfanga þar sem pláss er laust. Það sama á við fjarnám við skólann. Sé erindi brýnt má senda póst á skólameistara Láru Stefánsdóttur lara@mtr.is
Lesa meira

Innritun

Innritun í skólann fer fram á Menntagátt www.menntagatt.is eins og í aðra framhaldsskóla. Innritun í fjarnám við skólann fer fram á www.fjarmenntaskolinn.is og þar þarf að tilgreina að nemandi vill hafa skólann sinn heimaskóla.
Lesa meira

Norðurljós

Gísli Kristinsson, starfsmaður MTR og áhugaljósmyndari hefur lengi verið heillaður af næturbirtu norðursins “Myndir hans eru einstaklega skemmtilegar og gefa góða mynd af Eyjafirði þegar norðurljósin dansa”, segir í kynningu Minjasafnsins á Akureyri á sýningu sem opnuð verður 1. júní næstkomandi.
Lesa meira

Lokaverkefni Brynju

Flestir nemendur MTR hreyfa sig eitthvað utan skólatíma í hverri viku. Könnun sem Brynja Sigurðardóttir gerði sem lokaverkefni leiddi í ljós að nær 60% nemenda höfðu farið á skíði eða bretti í vetur án þess að iðkunin væri skipulögð af skólanum eða íþróttafélagi. Fótbolti og bandminton eru vinsælustu íþróttagreinarnar.
Lesa meira