Listhús frumkvöðlanna

Alice Liu var gestur í Tröllaskagaáfanga í gær ásamt Joie Hryggur So. Alice stýrir Listhúsinu í Ólafsfirði en Joie er einn fimm listamanna sem dvelur nú í húsinu. Þetta er annað árið sem Alice rekur Listhúsið. Á þeim tíma hafa um fjörutíu listamenn dvalið í húsinu og þeir verða um fimmtíu í árslok.

Alice Liu var gestur í Tröllaskagaáfanga í gær ásamt Joie Hryggur So. Alice stýrir Listhúsinu í Ólafsfirði en Joie er einn fimm listamanna sem dvelur nú í húsinu. Þetta er annað árið sem Alice rekur Listhúsið. Á þeim tíma hafa um fjörutíu listamenn dvalið í húsinu og þeir verða um fimmtíu í árslok.

Listamennirnir koma alls staðar að, flestir frá Evrópu, Ameríku og Asíu. Alice segir að þeir sem koma frá Asíu séu allra manna duglegastir við að koma verkum sínum á framfæri og spyrji gjarnan um leið og þeir óski eftir dvöl í húsinu hvort þeir geti fengið að sýna verk sín.

Listhúsið er opið á morgun, miðvikudag 28. ágúst, frá kl. 16:30-19:00. Alice Liu hvetur Ólafsfirðinga og íbúa næstu byggðarlaga til að koma, fá sé kaffi og spjalla við listamennina. Gestirnir þar núna eru frá Spáni, Bretlandi/Hong Kong, Suður-Kóreu, Sviss og Kína. Myndir