Flestir nemendur MTR hreyfa sig eitthvað utan skólatíma í hverri viku. Könnun sem Brynja Sigurðardóttir gerði sem lokaverkefni leiddi í ljós að nær 60% nemenda höfðu farið á skíði eða bretti í vetur án þess að iðkunin væri skipulögð af skólanum eða íþróttafélagi. Fótbolti og bandminton eru vinsælustu íþróttagreinarnar.
Flestir nemendur MTR hreyfa sig eitthvað utan skólatíma í hverri viku. Könnun sem Brynja Sigurðardóttir gerði sem lokaverkefni leiddi í
ljós að nær 60% nemenda höfðu farið á skíði eða bretti í vetur án þess að iðkunin væri skipulögð af
skólanum eða íþróttafélagi. Fótbolti og bandminton eru vinsælustu íþróttagreinarnar.
Aðeins þrettán prósent nemendanna sagðist aldrei hreyfa sig skipulega utan skólatíma. Tiltölulega fáir sögðust stunda
líkamsrækt og lagði Brynja til að boðið yrði upp á fría tíma þar sem kennt væri á tækin. Til að lokka fleiri
á skíði taldi hún vænlegt að halda fleiri diskókvöld og gera fleiri stökkpalla til að freista brettafólksins. Þátttakendur
í könnuninni voru 76, sem er 56% dagskólanemenda. Þetta var 41 strákur og 35 stelpur