Norðurljós

Gísli Kristinsson, starfsmaður MTR og áhugaljósmyndari hefur lengi verið heillaður af næturbirtu norðursins “Myndir hans eru einstaklega skemmtilegar og gefa góða mynd af Eyjafirði þegar norðurljósin dansa”, segir í kynningu Minjasafnsins á Akureyri á sýningu sem opnuð verður 1. júní næstkomandi.

Gísli Kristinsson, starfsmaður MTR og áhugaljósmyndari hefur lengi verið heillaður af næturbirtu norðursins “Myndir hans eru einstaklega skemmtilegar og gefa góða mynd af Eyjafirði þegar norðurljósin dansa”, segir í kynningu Minjasafnsins á Akureyri á sýningu sem opnuð verður 1. júní næstkomandi.
Auk mynda Gísla verða á sýningunni einstök málverk hins danska leiðangursmálara Harald Moltke. Hann var einn leiðangursmanna í rannsóknarleiðangri dönsku veðurstofunnar til Akureyrar í september 1899. Einmitt þar fangaði hann á einstakan hátt töfra norðurljósanna með pensli sínum. Sýning Minjasafnsins varpar ljósi á það af hverju dönsku leiðangursmennirnir sóttu til Akureyrar og Eyjafjarðar og hvað þeir uppgötvuðu á ferð sinni.