Fréttir

Foreldrafélag MTR

Aðalfundur Foreldrafélags Menntaskólans á Tröllaskaga verður haldinn 8. október klukkan 18:00 í skólahúsinu í Ólafsfirði. Á dagskrá verða venjuleg aðalfundarstörf og kjör nýrra stjórnarmanna í stað þeirra sem lokið hafa störfum. Mikilvægt er að foreldrar og forráðamenn mæti vel á fundinn. Í fundarhléi verður boðið upp á kaffi og kökur að hætti Bjargar Traustadóttur.
Lesa meira

Comeníusarheimsókn lokið

Samstarfsfólk okkar í Comeníusarverkefninu um vatn hélt heim á leið um helgina eftir vel heppnaða viku í Ólafsfirði. Anna Lena Victorsdóttir segir að gestirnir hafi verið áhugasamir, tekið myndir og spurt margs. Hún var í hópi þeirra nemenda MTR sem eyddu miklum tíma með gestunum og segir að það hafi verið gaman að kynnast þeim.
Lesa meira

Sögusetur Bakkabræðra

Ákveðið hefur verið að Sögusetur Bakkabræðra verði opnað á Dalvík næsta vor. Kristín Aðalheiður Símonardóttir sagði nemendum í Tröllaskagaáfanga að sex ár yrðu þá frá því að hún byrjaði að vinna með hugmyndina. Áfangi á leiðinni var að opna kaffihús með nafni þeirra bræðra – GísliEiríkurHelgi – 8. ágúst síðastliðinn.
Lesa meira

Blús í Ólafsfirði

Blúshátíð í Ólafsfirði er rótgróin bæjarhátíð en á undir högg að sækja varðandi aðsókn. Ekki er hins vegar vandamál að fá tónlistamenn til að koma fram. Tímamót verða á næsta ári þegar fimmtánda hátíðin er á dagskrá. Gísli Rúnar Gylfason, framkvæmdastjóri hátíðarinnar sagði nemendum í Tröllaskagaáfanga að fyrstu árin hefðu nær allir gestirnir verið heimamenn en nú kæmu um 80% að.
Lesa meira

Akureyrarferð

Í knattspyrnuáfanga eru 17 nemendur (16 strákar og 1 stelpa) sem allir hafa brennandi áhuga á þessari fjölmennustu íþróttagrein heims. Tvær kennslustundir eru á viku sem nýttar eru til að æfa íþróttina, þar sem höfuðáhersla er á tækni og leikskilning. Á mánudag var uppbrot í áfanganum þegar nemendur og kennari ásamt tveimur góðum vinum skelltu sér til Akureyrar.
Lesa meira

Fossabrekkur

Nemendur áfanga í fjallamennsku gengu leiðina um Fossabrekkur í gær. Veður var frábært, logn og heiðskírt eins og myndirnar sýna. Nánast alla leiðina var gengið á snjó þannig að þessi fimm stunda ganga varð að æfingu í vetrarfjallamennsku. Meðal búnaðar voru skóflur, snjóflóðastengur og ýlur. Í lok ferðar var komið myrkur og göngumenn settu upp ennisljós.
Lesa meira

Comeníusargestir komnir

Erlendir samstarfsmenn okkar í fyrsta alþjóðlega verkefninu sem skólinn tekur þátt í eru komnir til Ólafsfjarðar. Þeir eru frá Ítalíu, Spáni og Þýskalandi. Ferðalagið gekk ekki alveg snurðulaust því vél þýska hópsins seinkaði og hann missti af Íslandsvélinni frá London og kom ekki til Keflavíkur fyrr en undir miðnætti og þurfti að eyða nóttinni í ferðina norður.
Lesa meira

Bæjarhátíðir

Þema vikunnar í Tröllaskagaáfanga eru bæjarhátíðir en árlega eru haldnar um 230 slíkar hátíðir hér á landi. Áhöld eru um hvort kalla eigi fjölmennustu hátíðina á Tröllaskaga, Fiskidaginn mikla á Dalvík, bæjarhátíð. Júlíus Júlíusson sem hefur verið framkvæmdastjóri hátíðarinnar frá upphafi sagði nemendum í dag að ekki væri vitað hvað hún kostaði, menn vildu ekki vita það.
Lesa meira

Vinsælar gönguleiðir

Gönguleiðir eru margar á Tröllaskaga og sumar svo vinsælar að hundruð manna fara þær á hverju sumri. Flestar eru brattar og bjóða upp á fagurt útsýni þegar komið er efst í skörðin og á fjallatoppa. Björn Þór Ólafsson hefur samið lýsingar margra gönguleiða og fjallaði um þær í máli og myndum í Tröllaskagaáfanga.
Lesa meira

Dagur íslenskrar náttúru

Á Veðurstofu Íslands vinna eitt hundrað og fjörutíu menn við að fylgjast með veðri, skrá upplýsingar, spá og vara við náttúruvá. Tilgangurinn er að auka öryggi allra landsmanna. Sérstaklega eru traustar upplýsingar og spár um veður mikilvægar fyrir sjómenn og fólk sem starfar við samgöngur í lofti og á landi. Þetta sagði Sveinn Brynjólfsson, jarðeðlisfræðingur nemendum í útivist og fjallamennsku í morgun.
Lesa meira