Fréttir

Stórsýning á verkum nemenda

Hefðbundin sýning á verkefnum nemenda í lok annarinnar var sú fjölbreyttasta og fjölsóttasta hingað til. Sýningin var opnuð kl. 13:00 á laugardag en strax upp úr kl. 12:00 var fólk byjað að streyma að. Sýningin gaf skýra mynd af því öfluga, skapandi starfi sem fram fer innan veggja skólans. Sýningin verður opin til föstudags á skólatíma og er öllum velkomið að líta við og skoða hana.
Lesa meira

Úrslit í stærðfræðikeppni

Egill Örn Ingibergsson í Höfðaskóla varð í fyrsta sæti í stærðfræðikeppni Fjölbrautaskóla Norðurlands vestra, Menntaskólans á Tröllaskaga og 9. bekkjar grunnskóla á Norðurlandi vestra, í Fjallabyggð og Dalvíkurbyggð. Sigfinnur Andri Marinósson, Varmahlíðarskóla varð í öðru sæti og Karl Vernharð Þorleifsson, Dalvíkurskóla í þriðja.
Lesa meira

Söngur á Vorsýningu

Gleðin verður við völd þegar þrír tónlistarhópar koma fram á Stórsýningu skólans á morgun. Hópur úr tónlistaráfanganum TON2A05 flytur sex lög, þar af tvö frumsamin. Einsögvarar eru Kristlaug Inga Sigurpálsdóttir, Lilja Björk Jónsdóttir og Matthías Gunnarsson. Starfsbrautarnemendur flytja saman þjóðhátíðarlagið frá 2001 Lífið er yndislegt og minni hópur flytur tvö lög.
Lesa meira

Vorsýning á laugardag

Nemendur og starfsmenn skólans eru á fullri ferð að undirbúa sýningu á afrakstri vorannarinnar. Sýndur verður afrakstur af vinnu nemenda í frumkvöðlaverkefnum, myndlist, listljósmyndun og fleiri skapandi verkefnum. Jákvæð sálfræði var kennd í fyrsta sinn á önninni og verða verkefni úr því námi á sýningunni.
Lesa meira

LAN mót

Tölvuklúbbur skólans hélt svokallað "LAN" mót um helgina. Það felur í sér að tölvuleikjaspilarar koma saman með tölvur sínar og spila uppáhaldsleikina sína í góðum félagsskap. Mótið hófst á föstudagskvöld og spilað var fram undir morgunn. Leikirnir felast bæði í keppni og samspili. Þetta er þriðja LAN-mótið í skólanum í vetur.
Lesa meira

Stjórnmálafræði á starfsbraut

Kristján Eldjárn Hjartarson, fulltrúi í sveitarstjórn Dalvíkurbyggðar var gestur nemenda á starfsbraut í morgun. Áfanginn heitir inngangur að félagsvísindum og hefur í þessari viku og þeirri síðustu verið fjallað um stjórnmálafræði. Kosningar til Alþingis hafa beint kastljósi að stjórnmálamönnum. En að ári verður kosið til sveitarstjórna og þar er ekki síður en á þinginu unnið að mikilvægum verkefnum.
Lesa meira

Innritun eldri nema stendur yfir

Nú stendur yfir innritun eldri nemenda en þeirra sem eru að koma úr 10. bekk til 31. maí. Innritunin fer fram á síðunni menntagatt.is
Lesa meira

Bjarkey Alþingismaður

Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir, náms- og starfsráðgjafi skólans og umsjónarkennari á starfsbraut var kjörin á þing í kosningunum á laugardag fyrir Vinstrihreyfinguna grænt framboð. Hún verður 9. þingmaður Norðausturkjördæmis. Bjarkey var varaþingmaður VG á árunum 2003-2007 og aftur 2009-2013 og hefur nokkrum sinnum tekið sæti á Alþingi. Þá er hún bæjarfulltrúi í Fjallabyggð, kjörin fyrir þremur árum af T-lista Fjallabyggðar. Bjarkey hefur verið í leyfi frá störfum sínum við skólann í aprílmánuði en gerir ráð fyrir að snúa aftur 2. maí.
Lesa meira

Vorsýning undirbúin.

Nemendur á starfsbraut ætla að taka lagið á Vorsýningu skólans 11. maí. Saman æfir hópurinn lagið Lífið er yndislegt, sem var þjóðhátíðarlag í Eyjum árið 2001. Tveir nemendur, Andri Mar og Hallgrímur, syngja en aðrir leika á trommur, bassa, gítar og fleiri hljóðfæri. Myndin var tekin á æfingu í morgun.
Lesa meira

Vímuefnakönnun

Rannsókn á vímuefnanotkun nemenda í framhaldsskólum bendir til þess að áfengisdrykkja nemenda MTR sé minni en í öðrum framhaldsskólum landsins. Í könnun sem gerð var í febrúar 2013 sögðust 25% þeirra sem þátt tóku hér að þeir hefðu orðið ölvaðir síðustu 30 daga. Í öðrum skólum var hlutfallið á bilinu 30-78%.
Lesa meira