Blús í Ólafsfirði

Blúshátíð í Ólafsfirði er rótgróin bæjarhátíð en á undir högg að sækja varðandi aðsókn. Ekki er hins vegar vandamál að fá tónlistamenn til að koma fram. Tímamót verða á næsta ári þegar fimmtánda hátíðin er á dagskrá. Gísli Rúnar Gylfason, framkvæmdastjóri hátíðarinnar sagði nemendum í Tröllaskagaáfanga að fyrstu árin hefðu nær allir gestirnir verið heimamenn en nú kæmu um 80% að.

Blúshátíð í Ólafsfirði er rótgróin bæjarhátíð en á undir högg að sækja varðandi aðsókn. Ekki er hins vegar vandamál að fá tónlistamenn til að koma fram. Tímamót verða á næsta ári þegar fimmtánda hátíðin er á dagskrá. Gísli Rúnar Gylfason, framkvæmdastjóri hátíðarinnar sagði nemendum í Tröllaskagaáfanga að fyrstu árin hefðu nær allir gestirnir verið heimamenn en nú kæmu um 80% að.

Það er Jazzklúbbur Ólafsfjarðar, frjáls félagasamtök, sem halda Blúshátíðina. Ástæðan fyrir nafninu er að stofnendurnir héldu að það væru meiri peningar í jazzinum. Helstu ógnanir hátíðarinnar eru peningar og tími. Styrktarfyrirtæki hurfu eftir hrun og nú er bærinn stærsti styrktaraðilinn. Það er stöðugt strögl að ná endum saman og hefur ekki alltaf tekist. Samkeppni um tíma fólks er líka erfið – fjölmargar hátíðir keppa um gesti á stuttu sumri. Öll vinna við skipulag og framkvæmd hátíðarinnar er sjálfboðavinna.

Fyrsta Blúshátíðin bar langan og viðulegan titil: "Blue North, Blues & Soul festival Ólafsfjörður 2000" og þetta var fyrsta blúshátíð á Íslandi. Síðan hafa bæst við hátíðir fyrir austan, á Suðurlandi og í Reykjavík. Fleiri hátíðir valda því að erfiðara er að fá gesti til að koma, sérstaklega á afskekktan stað eins og Ólafsfjörð. En Gísli Rúnar telur að stærstu verkefnin á næstu árum verði að kynna blúsinn og markaðssetja hann.