Sögusetur Bakkabræðra

Ákveðið hefur verið að Sögusetur Bakkabræðra verði opnað á Dalvík næsta vor. Kristín Aðalheiður Símonardóttir sagði nemendum í Tröllaskagaáfanga að sex ár yrðu þá frá því að hún byrjaði að vinna með hugmyndina. Áfangi á leiðinni var að opna kaffihús með nafni þeirra bræðra – GísliEiríkurHelgi – 8. ágúst síðastliðinn.

Ákveðið hefur verið að Sögusetur Bakkabræðra verði opnað á Dalvík næsta vor. Kristín Aðalheiður Símonardóttir sagði nemendum í Tröllaskagaáfanga að sex ár yrðu þá frá því að hún byrjaði að vinna með hugmyndina. Áfangi á leiðinni var að opna kaffihús með nafni þeirra bræðra – GísliEiríkurHelgi – 8. ágúst síðastliðinn.

Hætt hefur verið við að koma setrinu fyrir í gömlum fjárhúsum sunnan við bæ og bræðurnir frá Bakka munu frá næsta vori deila húsi með og Leikfélagi Dalvíkur. Kaffihúsið er þarna líka og fólk kaupir miða á leiksýningar þar og getur sest niður, spjallað og notið veitinga fyrir eða eftir leiksýningar. Sögusetrið verður opið allt árið en gert er ráð fyrir að annatíminn verði frá apríl til október, á þeim tíma sem mest er um ferðamenn en minna um starf hjá leikfélaginu.

Hingað til hefur mesta vinnan hjá Heiðu og fjölskyldu hennar verið rekstur gistiþjónustu á Dalvík. Núna er hægt að hýsa 70 manns í nokkrum húsum og hefur aðsókn aldrei verið jafn mikil og í sumar. Gistingin nýtur vinsælda og hefur tvisvar verið í efstu sætum hjá alþjóðlegu farfuglakeðjunni Hostelling International, http://www.hihostels.com.