Vinsælar gönguleiðir

Gönguleiðir eru margar á Tröllaskaga og sumar svo vinsælar að hundruð manna fara þær á hverju sumri. Flestar eru brattar og bjóða upp á fagurt útsýni þegar komið er efst í skörðin og á fjallatoppa. Björn Þór Ólafsson hefur samið lýsingar margra gönguleiða og fjallaði um þær í máli og myndum í Tröllaskagaáfanga.

Gönguleiðir eru margar á Tröllaskaga og sumar svo vinsælar að hundruð manna fara þær á hverju sumri. Flestar eru brattar og bjóða upp á fagurt útsýni þegar komið er efst í skörðin og á fjallatoppa. Björn Þór Ólafsson hefur samið lýsingar margra gönguleiða og fjallaði um þær í máli og myndum í Tröllaskagaáfanga.

Gönguleiðirnar eru flestar gamlar leiðir milli byggðarlaga en voru alltaf erfiðar og á vetrum torfarnar og jafnvel hættulegar. Góðar samgöngur eru mikið nýmæli á Tröllaskaga og til dæmis ekki nema fjörutíu og sjö ár síðan bílvegur var gerður fyrir Ólafsfjarðarmúla. Björn Þór sagði nemendum meðal annars frá því að hann hefði verið tólf ára þegar hann kom fyrst til Akureyrar og það hafi verið eins og að koma í annan heim.