Fossabrekkur

Nemendur áfanga í fjallamennsku gengu leiðina um Fossabrekkur í gær. Veður var frábært, logn og heiðskírt eins og myndirnar sýna. Nánast alla leiðina var gengið á snjó þannig að þessi fimm stunda ganga varð að æfingu í vetrarfjallamennsku. Meðal búnaðar voru skóflur, snjóflóðastengur og ýlur. Í lok ferðar var komið myrkur og göngumenn settu upp ennisljós.

Nemendur áfanga í fjallamennsku gengu leiðina um Fossabrekkur í gær. Veður var frábært, logn og heiðskírt eins og myndirnar sýna. Nánast alla leiðina var gengið á snjó þannig að þessi fimm stunda ganga varð að æfingu í vetrarfjallamennsku. Meðal búnaðar voru skóflur, snjóflóðastengur og ýlur. Í lok ferðar var komið myrkur og göngumenn settu upp ennisljós.

Nemendur æfðu sig í kortalestri, og að rata með aðstoð áttavita og gps-staðsetningartækja. Lagt var upp frá eyðibýlinu Grundarkoti í Héðinsfirði en leiðin lá um Möðruvallaskál hjá Bangsahnjúki og síðan var gengið niður Syðrárdal að Kleifum. MYNDIR

Björn Þór Ólafsson hefur lýst leiðinni um Fossabrekkur og er lýsing hans birt á heimasíðu Fjallabyggðar. http://www.fjallabyggd.is/moya/page/fossabrekkur/