Í knattspyrnuáfanga eru 17 nemendur (16 strákar og 1 stelpa) sem allir hafa brennandi áhuga á þessari fjölmennustu íþróttagrein heims. Tvær kennslustundir eru á viku sem nýttar eru til að æfa íþróttina, þar sem höfuðáhersla er á tækni og leikskilning. Á mánudag var uppbrot í áfanganum þegar nemendur og kennari ásamt tveimur góðum vinum skelltu sér til Akureyrar.
Í knattspyrnuáfanga eru 17 nemendur (16 strákar og 1 stelpa) sem allir hafa brennandi áhuga á þessari fjölmennustu íþróttagrein
heims. Tvær kennslustundir eru á viku sem nýttar eru til að æfa íþróttina, þar sem höfuðáhersla er á tækni og
leikskilning. Á mánudag var uppbrot í áfanganum þegar nemendur og kennari ásamt tveimur góðum vinum skelltu sér til Akureyrar.
Tilgangur ferðarinnar var að heimsækja félaga okkar í 2. flokki KA og spila æfingaleik ásamt því að njóta kvöldverðar
saman. Allir sem voru leikhæfir tóku þátt í leiknum. Leikurinn var hin mesta skemmtun, þar sem allir nemendur stóðu sig mjög vel og var mikil
ánægja meðal nemenda við ferðalok. Núna munu nemendur halda áfram að æfa sig en næsta til Akureyrar er fyrirhuguð í byrjun
nóvember. Þá ætlum við að heimsækja Þórsara. MYNDIR