Þema vikunnar í Tröllaskagaáfanga eru bæjarhátíðir en árlega eru haldnar um 230 slíkar hátíðir hér á landi. Áhöld eru um hvort kalla eigi fjölmennustu hátíðina á Tröllaskaga, Fiskidaginn mikla á Dalvík, bæjarhátíð. Júlíus Júlíusson sem hefur verið framkvæmdastjóri hátíðarinnar frá upphafi sagði nemendum í dag að ekki væri vitað hvað hún kostaði, menn vildu ekki vita það.
Þema vikunnar í Tröllaskagaáfanga eru bæjarhátíðir en árlega eru haldnar um 230 slíkar hátíðir hér á
landi. Áhöld eru um hvort kalla eigi fjölmennustu hátíðina á Tröllaskaga, Fiskidaginn mikla á Dalvík, bæjarhátíð.
Júlíus Júlíusson sem hefur verið framkvæmdastjóri hátíðarinnar frá upphafi sagði nemendum í dag að ekki væri
vitað hvað hún kostaði, menn vildu ekki vita það.
Fiskidagurinn var fyrst haldinn árið 2001. Það er sérstakt félag sem heldur hátíðina og það er skráð eins og
íþróttafélag eða ungmennfélag. Fjölmennust varð hátíðin árið 2009 þegar áæltað var að gestir
hefðu verið allt að 35.000. Í ágúst síðastliðnum voru þeir nokkru færri en samt líklega í námunda við 26.000.
Markmið hátíðarinnar frá upphafi hefur verið verið að koma saman og hafa gaman og allt á að vera frítt fyrir gestina.
Fjöldi heimamanna sinnir ýmsum verkum á hátíðinni og Júlíus segir að það fari í vöxt að gestir sem hafi skemmt
sér vel komi síðar og taki þátt í undirbúningi. Til dæmis hafi hópur manna frá Hólmavík komið síðustu
ár og tekið til hendinni. Ekki fer á milli mála að hátíðin hefur gott orðspor, sem hefur gildi fyrir Dalvík og íbúa
þar.
Ýmis stórfyrirtæki, svo sem Samherji, Samskip og Vífilfell hafa séð sér hag í að styrkja hátíðina en einnig eru minni
fyrirtæki í hópi samstarfsaðila. Einn þeirra er Grímur kokkur frá Vestmannaeyjum sem sagði frá því að salan hefði aukist um
33% hjá sér eftir að hann tók í fyrsta sinn þátt í Fiskideginum. Engin auglýsingaherferð hefði getað skilað slíkum
árangri. En Júlíus segir dæmi um að félagið sem heldur hátíðina hafi hafnað samstarfsaðilum, til dæmis
stórfyrirtækjum sem séu keppinautar fyrirtækja sem verið hafi samstarfsaðilar árum saman.