Erlendir samstarfsmenn okkar í fyrsta alþjóðlega verkefninu sem skólinn tekur þátt í eru komnir til Ólafsfjarðar. Þeir eru frá Ítalíu, Spáni og Þýskalandi. Ferðalagið gekk ekki alveg snurðulaust því vél þýska hópsins seinkaði og hann missti af Íslandsvélinni frá London og kom ekki til Keflavíkur fyrr en undir miðnætti og þurfti að eyða nóttinni í ferðina norður.
Erlendir samstarfsmenn okkar í fyrsta alþjóðlega verkefninu sem skólinn tekur þátt í eru komnir til Ólafsfjarðar. Þeir eru frá Ítalíu, Spáni og Þýskalandi. Ferðalagið gekk ekki alveg snurðulaust því vél þýska hópsins seinkaði og hann missti af Íslandsvélinni frá London og kom ekki til Keflavíkur fyrr en undir miðnætti og þurfti að eyða nóttinni í ferðina norður.
Ítölsku og spænsku nemendurnir komu hins vegar til Ólafsfjarðar seint í gærkvöldi. Þeir eru mættir í skólann og þurftu ekki að taka strætó því gistingin er í bjálkahúsunum við Ólafsfjarðarvatn handan götunnar. Á dagskrá fram að hádegi er nám í listljósmyndun í leiðsögn Þórhalls Jónssonar, ljósmyndara frá Akureyri og Gísla Kristinssonar, áhugaljósmyndara í Ólafsfirði. MYNDIR
Comeníusarverkefnið snýst um vatn og síðdegis ætlum við að sýna gestunum Skeiðsfossvirkjun í Fljótum og borholur í Ólafsfirði.