Sveinn Brynjólfsson mynd GK
Á Veðurstofu Íslands vinna eitt hundrað og fjörutíu menn við að fylgjast með veðri, skrá upplýsingar, spá og vara við náttúruvá. Tilgangurinn er að auka öryggi allra landsmanna. Sérstaklega eru traustar upplýsingar og spár um veður mikilvægar fyrir sjómenn og fólk sem starfar við samgöngur í lofti og á landi. Þetta sagði Sveinn Brynjólfsson, jarðeðlisfræðingur nemendum í útivist og fjallamennsku í morgun.
Á Veðurstofu Íslands vinna eitt hundrað og fjörutíu menn við að fylgjast með veðri, skrá upplýsingar, spá og vara við
náttúruvá. Tilgangurinn er að auka öryggi allra landsmanna. Sérstaklega eru traustar upplýsingar og spár um veður mikilvægar fyrir
sjómenn og fólk sem starfar við samgöngur í lofti og á landi. Þetta sagði Sveinn Brynjólfsson, jarðeðlisfræðingur nemendum
í útivist og fjallamennsku í morgun.
Í ljós kom að nemendur höfðu haldið að flestir eða allir starfsmenn Veðurstofunnar væru veðurfræðingar. Svo er ekki, stofnunin sinnir
líka vatnamælingum, hún fylgist með hræringum í jörðu sem geta verið fyrirboðar eldgosa, gerir ýmsar mælingar á
andrúmsloftinu, fylgist með hafís í grennd við landið og þróun jökla. Vegna þessa víðtæka starfs við að fylgjast
með náttúru lands og sjávar gegnir Veðurstofan mikilvægu hlutverki við almannavarnir.
Heimsókn Sveins Brynjólfssonar var í tilefni af degi íslenskrar náttúru. Fjölbreyttar upplýsingar um allt starf Veðurstofunnar má
nálgast á heimasíðu hennar vedur.is. Það nýjasta í þjónustunni er veðurappið sem sækja má á
heimsíðuna og setja í snjallsíma.