22.10.2013
Nú stendur yfir val fyrir næstu önn, upplýsingar um áfanga í boði má finna undir Námið
Lesa meira
17.10.2013
Mikil einbeiting skein úr svip og fasi nemenda í tölvutæklingu síðdegis. Tveir og tveir unnu saman að því að taka tölvur í sundur, taka allt innan úr skelinni og setja aftur saman. Af níu vélum sem fengu þessa meðferð virkuðu sex á eftir og samtals gengur tíu skrúfur af.
Lesa meira
16.10.2013
Í miðannarviku hefur einn nemendahópurinn lært grunnatriðin í táknmáli og skoðað tónlist á táknmáli. Táknmálssöngur einkennist af taktbundnum hreyfingum handa og rími í formi handa og fingra. Markmiðið með táknmálskennslunni er að nemendur geti spjallað á einföldu máli. Þeir læra meðal annars að segja frá fjölskyldu sinni og nánasta umhverfi.
Lesa meira
15.10.2013
Í miðannarvikunni valdi hópur nemenda að fjalla um sjálfsmynd, framkomu og hvernig við tökum ábyrgð á því sem við segjum og gerum. Siðaklemmur verða á dagskrá og greining eigin áhugamála. Karitas Skarphéðinsdóttir Neff leiðbeinir þessum hópi sem auk annars fjallar um mannréttindi, jafnrétti og samkynhneigð.
Lesa meira
14.10.2013
Hugmynd/Concept: Norðurljósin
Pæling:
Okkur fannt það merkilegt að fólk hundsar Norðurljósin og gleymir fegurð þeirra mjög oft. Noðurljósin eru mikið náttúrufyrirbrigði sem við hér á Tröllaskaga njótum í ríku mæli. Líkt og ruslið á götunni sem fær álíka litla athygli og ljósadýrðin á himninum. Því fannst okkur tilvalið að mynda norðurljósin úr umbúðum sem fólk veitir ekki athygli.
Lesa meira
11.10.2013
Menntaskólinn á Tröllaskaga var fyrsti framhaldsskóli landsins til að taka upp skylduáfanga í nýsköpunar- og frumkvöðlamennt. Það er Tröllaskagaáfangi. Einn annar skóli, Verzlunarskóli Íslands, hefur nú gert slíkt námskeið að skyldu fyrir alla nemendur. Þetta kemur fram í nýrri skýslu Nýsköpunarmiðstöðvar Íslands um stöðu nýsköpunar- og frumkvöðlamenntar í framhaldsskólum.
Lesa meira
09.10.2013
Nemendur MTR eru sjaldnar ölvaðir en nemendur annarra framhaldsskóla landsins. Í könnun sem gerð var snemma á árinu sögðust tuttugu og fimm prósent nemenda hafa orðið ölvuð síðustu þrjátíu daga. Í flestum framhaldsskólum var hlutfallið 30-50% en í sex skólum var það á bilinu 50-78%. Svarendur voru 16-19 ára.
Lesa meira
08.10.2013
Nemendur tóku virkan og góðan þátt í fyrsta skólafundi MTR, sem haldinn var síðastliðinn fimmtudag. Lára Stefánsdóttir, skólameistari flutti framsögu um menntastefnu skólans en eftir það fjölluðu nemendur um námskrá einstakra brauta í hópum undir stjórn kennara. Sjötíu og tveir nemendur tóku þátt í því.
Lesa meira
04.10.2013
Vikuna 14. - 18. október er miðannarvika í skólanum og nemendur velja sér smiðju/námskeið til að taka þátt í. Hvert námskeið gefur 2 einingar
Nemendur þurfa að velja sér námskeið 7. 8. október og þar sem ekki er ótakmarkað pláss í öll námskeið er best að drífa skráninguna af, fyrstir koma, fyrstir fá!!
Það er skyldumæting þessa viku fyrir alla nemendur. Þeim nemendum sem ekki velja sér námskeið sjálfir verður raðað í námskeið eftir því hvar er laust.
Lesa meira
03.10.2013
Hressandi andblær fylgdi gestunum í Tröllaskagaáfanga í dag. Jóna Björg Hlöðversdóttir býr á Björgum í Köldukinn með fjölskyldu sinni og Þórir Níelsson tók við búi á Torfum í Eyjafjarðarsveit fyrir tveimur dögum. Þau eru í stjórn Samtaka ungra bænda en í þeim er fólk á aldrinum 18-35 ára sem hefur áhuga á landbúnaði.
Lesa meira