Fréttir

Sumarfrí og innritun

Á morgun 20. júní hefst sumarfrí starfsmanna og verður skólinn því lokaður til 6. ágúst. Innritun hefur gengið vel og eru nú 175 nemendur skráðir í skólann. Allir nýnemar fá bréf í þessari viku. Ennþá er hægt að sækja um skólavist en þær umsóknir verða ekki afgreiddar fyrr en að loknu sumarfríi. Tekið verður við umsóknum til 20. ágúst í þá áfanga þar sem pláss er laust. Það sama á við fjarnám við skólann. Sé erindi brýnt má senda póst á skólameistara Láru Stefánsdóttur lara@mtr.is
Lesa meira

Innritun

Innritun í skólann fer fram á Menntagátt www.menntagatt.is eins og í aðra framhaldsskóla. Innritun í fjarnám við skólann fer fram á www.fjarmenntaskolinn.is og þar þarf að tilgreina að nemandi vill hafa skólann sinn heimaskóla.
Lesa meira

Norðurljós

Gísli Kristinsson, starfsmaður MTR og áhugaljósmyndari hefur lengi verið heillaður af næturbirtu norðursins “Myndir hans eru einstaklega skemmtilegar og gefa góða mynd af Eyjafirði þegar norðurljósin dansa”, segir í kynningu Minjasafnsins á Akureyri á sýningu sem opnuð verður 1. júní næstkomandi.
Lesa meira

Lokaverkefni Brynju

Flestir nemendur MTR hreyfa sig eitthvað utan skólatíma í hverri viku. Könnun sem Brynja Sigurðardóttir gerði sem lokaverkefni leiddi í ljós að nær 60% nemenda höfðu farið á skíði eða bretti í vetur án þess að iðkunin væri skipulögð af skólanum eða íþróttafélagi. Fótbolti og bandminton eru vinsælustu íþróttagreinarnar.
Lesa meira

Tólf stúdentar brautskráðir

Gleði ríkti við sjöttu útskrift Menntaskólans á Tröllaskaga í dag. Tólf nemendur brautskráðust, jafn margir og síðasta vor. Samtals hafa fjörutíu og sex nemendur útskrifast frá skólanum. Í dag útskrifaðist fyrsti neminn sem hóf framhaldsskólanám sitt við skólann.
Lesa meira

Hátíð nálgast

Sjötta útskrift MTR verður á morgun. Athöfnin fer fram í Ólafsfjarðarkirkju og hefst klukkan 11:00. Allir eru velkomnir meðan húsrúm leyfir. Pétur Þormóðsson flytur ávarp nýstúdents. Gestum á úrskrift verður hleypt gegn um Héðinsfjarðargöng, samkvæmt upplýsingum slökkviliðsstjóra. Kennarar skólans hafa síðustu tvo daga setið á stífum fundum, lagt drög að nýjum áföngum, metið ýmsa þætti starfsins í vetur og rætt hvernig betur sé hægt að koma til móts við ólíkar þarfir nemenda.
Lesa meira

Fréttatilkynning Fjarmenntaskólinn

Sjö framhaldsskólar á landsbyggðinni hafa ákveðið að bjóða sameiginlega upp á fjarnám með áherslu á starfsnám. Um er að ræða Fjörbrautaskóla Snæfellinga, Fjölbrautaskóla Norðurlands Vestra, Menntaskólann á Tröllaskaga, Framhaldsskólann á Húsavík, Menntaskólann á Egilsstöðum, Verkmenntaskóla Austurlands og Framhaldsskólann í Austur-Skaftafellssýslu.
Lesa meira

Lokaverkefni Evu Rúnar

Íþróttaiðkun er vinsælasta tómstundaiðjan hjá krökkum í 5-10 bekk í grunnskóla Fjallabyggðar. Knattspyrna er vinsælasta íþróttin og stunduð jafnt af stelpum og strákum. Í bandminton eru stúlkur hins vegar í miklum meirihluta. Þetta kemur fram í lokaverkefni Evu Rúnar Þorsteinsdóttur, sem kannaði hreyfingu barnanna. Svör fengust frá 134, sem er 75% nemendanna.
Lesa meira

Skólastarf MTR á alþjóðlegri ráðstefnu

Lára Stefánsdóttir skólameistari er nýkomin af SIRikt 2013 ráðstefnunni í Kranjska Gora í Slóveníu þar sem hún hélt erindi um upplýsingatækni skólastarfi í MTR. SIRikt eru ráðstefnur um upplýsingatækni í skólastarfi en Slóvenar hafa verið dugmiklir á því sviði. Á ráðstefnunni voru 1200 manns og komust færri að en vildu.
Lesa meira

Heiðursveggur Rios

Á Stórsýningunni sem enn stendur yfir er Graycloud Rios heiðraður sérstaklega fyrir framlag sitt til skólans í vetur. Á veggnum eru listljósmyndir eftir Rios en með þeim reynir hann að fanga töfra daglegs lífs. Hann byrjaði að skrifa sjö ára og semur bæði sögur og ljóð en segist í eðli sínu vera flakkari sem læri af öllum sem hann hittir á leiðinni.
Lesa meira