Skólafundur

Nemendur tóku virkan og góðan þátt í fyrsta skólafundi MTR, sem haldinn var síðastliðinn fimmtudag. Lára Stefánsdóttir, skólameistari flutti framsögu um menntastefnu skólans en eftir það fjölluðu nemendur um námskrá einstakra brauta í hópum undir stjórn kennara. Sjötíu og tveir nemendur tóku þátt í því.

Nemendur tóku virkan og góðan þátt í fyrsta skólafundi MTR, sem haldinn var síðastliðinn fimmtudag. Lára Stefánsdóttir, skólameistari flutti framsögu um menntastefnu skólans en eftir það fjölluðu nemendur um námskrá einstakra brauta í hópum undir stjórn kennara. Sjötíu og tveir nemendur tóku þátt í því.

Í öllum hópum komu fram hugmyndir að nýjum áföngum eða hugmyndir um breytingar sem gera mætti á þeim áföngum sem nú eru kenndir. Nokkrar hugmyndir komu um styttri áfanga sem vel mætti nýta í miðannarviku eða á heilli önn ef kennari fengist. Nokkrar athugasemdir komu um einstakar námsgreinar. Þær verða kynntar fyrir kennurum. Nemendur eru jafnframt hvattir til að tjá þessi viðhorf í kennslukönnunum þegar þær eru gerðar.

Sjálfsmatshópur skólans mun fjalla um niðurstöður einstakra hópa og kynna þær fyrir stjórnendum og starfsmönnum skólans. Í hópnum eru Óskar Þórðarson, Margrét Laxdal og Jóna Vilhelmína Héðinsdóttir.

MYNDIR