Ungir bjartsýnir bændur

Hressandi andblær fylgdi gestunum í Tröllaskagaáfanga í dag. Jóna Björg Hlöðversdóttir býr á Björgum í Köldukinn með fjölskyldu sinni og Þórir Níelsson tók við búi á Torfum í Eyjafjarðarsveit fyrir tveimur dögum. Þau eru í stjórn Samtaka ungra bænda en í þeim er fólk á aldrinum 18-35 ára sem hefur áhuga á landbúnaði.

Hressandi andblær fylgdi gestunum í Tröllaskagaáfanga í dag. Jóna Björg Hlöðversdóttir býr á Björgum í Köldukinn með fjölskyldu sinni og Þórir Níelsson tók við búi á Torfum í Eyjafjarðarsveit fyrir tveimur dögum. Þau eru í stjórn Samtaka ungra bænda en í þeim er fólk á aldrinum 18-35 ára sem hefur áhuga á landbúnaði.

Jóna Björg og Þórir sögðu nemendum að auka þyrfti matvælaframleiðslu um 70% til ársins 2050. Því hlyti að þurfa að nýta öll tækifæri og Íslendingar ættu ekki að sitja hjá. Framleiðsla hollra matvara væri aðalstarf flestra bænda en samt væri það svo að ekki gætu þeir allir verið kúabændur eða búið með sauðkindur.

Þau sögðu að nýsköpun væri margvísleg í landbúnaði, menn stunduðu skógrækt, byggrækt væri að verða hefðbundin og nú væri einstaka bóndi farinn að rækta bláber og sólber. Vaxandi áhugi væri líka á því að nýta hlunnindi, svo sem æðarvarp og reka.

Jóna Björg greindi frá því að nýjasta búgreinin á Björgum í Kinn væri að þjóna gestum sem stundi ísklifur í Ógöngufjalli í grennd við bæinn. Eins og nafnið bendir til er fjallið ógengt og hár hamraveggur í sjó fram. Það sem þykir sérlega heillandi við þennan stað er að stunda ísklifur með Atlantshafið beljandi beint fyrir neðan.