15.01.2014
Í áfanganum Jákvæðri sálfræði, SÁL3A, er meðal verkefna að segja sögur af sjálfum sér þar sem nemendur eru stoltir af framgöngu sinni. Nokkrir nemendur luku verkefninu í gær og voru sögurnar fjölbreyttar og áhugaverðar. Þær fjölluðu til dæmis um aðstoð við fólk sem hafði lent í slysi eða verið byrlað eitur og einnig um hvernig sögumenn náðu bílprófi og Íslandsmeistatitli í golfi.
Lesa meira
13.01.2014
Flestir kennarar skólans sátu á námskeiði fram á kvöld á föstudag og allan laugardaginn og kynntu sér leikjaforritun. Fyrirtækið Skema sá um námskeiðið en kennarar voru Þóra Halldóra Gunnarsdóttir, Helena Sigurðardóttir og Arnór Gjúki Jónsson. Arnór er aðeins þrettán ára en hafði samt einu sinni áður kennt kennurum á námskeiði á vegum Skemu.
Lesa meira
10.01.2014
Meðal nýbreytni á önninni sem er að hefjast er áfanginn Tölvuleikir og leikjatölvur saga þróun og fræði. Námið á að efla með nemendum sjálfstæða og gagnrýna hugsun og hæfni til samvinnu auk þess að gefa innsýn í tölvuleiki, þróun þeirra og hlutverk. Fimmtán strákar eru skráðir en athygli stúlkna er vakin á því að enn er hægt að skrá sig og nærveru stelpna er eindregið óskað í þessum áfanga. Kennarar eru Bjarki Þór Jónsson og Tryggvi Hrólfsson.
Lesa meira
08.01.2014
Nemendur eins áfanga í MTR ætla á vorönninni að finna skóla í Pakistan og safna fé fyrir námsgögn sem þar skortir. Guðbjörg Hákonardóttir, starfsmaður ABC í Úganda heimsótti nemendur í dag og sagði frá starfinu þar. Hjá henni kom fram að um 4000 börn væru í ABC skólum í Úganda, þar af um 1500 styrkt af ABC á Íslandi.
Lesa meira
02.01.2014
Starf ársins hefst á vinnudegi kennara föstudaginn 3. janúar og nemendur mæta síðan til starfa samkvæmt stundatöflu 6. janúar. Nú eru skráðir í skólann um 200 nemendur en um fjórðungur af þeim eru fjarnemar. Við hlökkum til að fá nemendur og starfsmenn á nýju ári og annarinnar framundan.
Lesa meira
21.12.2013
Í dag voru útskrifaðir alls 8 stúdentar frá Menntaskólanum á Tröllaskaga í 7. útskrift skólans. Jóna Vilhelmína Héðinsdóttir aðstoðarskólameistari fór yfir starfið á haustönninni og fylgir hennar ræða hér með. Lára Stefánsdóttir skólameistari gerði að umtalsefni mikilvægi þess að byggja upp nám og námsmat jafnt allan námstímann, haldi nemendur því vinnulagi áfram muni þeim sækjast háskólanám vel sem og önnur störf.
Lesa meira
18.12.2013
Nemendur í mannfræðiáfanganum FÉL3B luku honum með kynningu á fornleifum. Tveggja manna teymi unnu saman og voru samtals fluttar átta kynningar, hver annarri fróðlegri. Meðal efnis voru brennisteinsnámur, manngerðir hellar, skipsflök við landið, verslunarstaðir á Gásum og við Kolkuós, kirkjugarðar og legstaðir utan kirkjugarða.
Lesa meira
17.12.2013
Sýning á verkum nemenda á haustönninni verður opin kl. 8-16 fram að útskrift um næstu helgi.
Mörg góð listaverk eru á sýningunni, meðal annars verk fjarnema í listaáföngum, ljósmyndun og myndlist. Nemendur í úrgangslist lögðu drög að skipulagi garðs Tröllagerðis við skólann og eru hugmyndir þeirra allrar athygli verðar
Lesa meira
16.12.2013
Nemendur skólans telja ekki að kennarar geri upp á milli þeirra eftir kynjum. Þetta er niðurstaða könnunar sem tveir nemar í félagsfræði gerðu sem lokaverkefni í áfanganum FÉL2A. Niðurstaðan er ánægjuleg því margar rannsóknir hafa sýnt að kennarar geri upp á milli kynja, væntanlega án þess að gera sér grein fyrir því.
Lesa meira