28.10.2013
Fjórtán nemendur, níu piltar og fimm stúlkur, luku í miðannarvikunni námskeiði í framreiðslu. Námið var bæði verklegt og bóklegt. Verklega námið fór fram á Hannes Boy á Siglufirði en bóklega námið í skólanum. Þá heimsóttu nemendur þrjá veitingastaði á Siglufirði og tvo á Ólafsfirði og kynntu sér aðstæður þar.
Lesa meira
24.10.2013
Prýðilegar aðstæður eru á Ólafsfjarðarvatni til að æfa kajakróður. Allir þekkja máltækið, árinni kennir illur ræðari - og vissulega krefst það þjálfunar að halda rétt á ár og að beita henni rétt. Það þarf líka að halda stefnu og gæta þess að nota ekki of mikla krafta.
Lesa meira
23.10.2013
Hafið er átak í því að efla félagslíf í skólanum. Nemendafélagið Trölli auglýsir hér með eftir hópum eða klúbbum. Klúbbarnir fara eftir áhugamálum fólks og þarf einn formann í hvern klúbb. Tvær einingar eru í boði fyrir formann og ein eining fyrir þátttöku í starfi klúbbs eða atburðum á vegum klúbbs.
Lesa meira
22.10.2013
Litagleði og hugmyndaauðgi einkenndi fjölbreytt verk nemenda í úrgangslistaráfanga í miðannarvikunni. Unnið var með ólík efni og muni sem venjulega er hent. Nemendur söfnuðu þessu saman og gáfu því nýtt líf með sköpun sinni. Kennari var Aðalheiður Eysteinsdóttir, myndlistarmaður á Siglufirði.
Lesa meira
22.10.2013
Nú stendur yfir val fyrir næstu önn, upplýsingar um áfanga í boði má finna undir Námið
Lesa meira
17.10.2013
Mikil einbeiting skein úr svip og fasi nemenda í tölvutæklingu síðdegis. Tveir og tveir unnu saman að því að taka tölvur í sundur, taka allt innan úr skelinni og setja aftur saman. Af níu vélum sem fengu þessa meðferð virkuðu sex á eftir og samtals gengur tíu skrúfur af.
Lesa meira
16.10.2013
Í miðannarviku hefur einn nemendahópurinn lært grunnatriðin í táknmáli og skoðað tónlist á táknmáli. Táknmálssöngur einkennist af taktbundnum hreyfingum handa og rími í formi handa og fingra. Markmiðið með táknmálskennslunni er að nemendur geti spjallað á einföldu máli. Þeir læra meðal annars að segja frá fjölskyldu sinni og nánasta umhverfi.
Lesa meira
15.10.2013
Í miðannarvikunni valdi hópur nemenda að fjalla um sjálfsmynd, framkomu og hvernig við tökum ábyrgð á því sem við segjum og gerum. Siðaklemmur verða á dagskrá og greining eigin áhugamála. Karitas Skarphéðinsdóttir Neff leiðbeinir þessum hópi sem auk annars fjallar um mannréttindi, jafnrétti og samkynhneigð.
Lesa meira
14.10.2013
Hugmynd/Concept: Norðurljósin
Pæling:
Okkur fannt það merkilegt að fólk hundsar Norðurljósin og gleymir fegurð þeirra mjög oft. Noðurljósin eru mikið náttúrufyrirbrigði sem við hér á Tröllaskaga njótum í ríku mæli. Líkt og ruslið á götunni sem fær álíka litla athygli og ljósadýrðin á himninum. Því fannst okkur tilvalið að mynda norðurljósin úr umbúðum sem fólk veitir ekki athygli.
Lesa meira
11.10.2013
Menntaskólinn á Tröllaskaga var fyrsti framhaldsskóli landsins til að taka upp skylduáfanga í nýsköpunar- og frumkvöðlamennt. Það er Tröllaskagaáfangi. Einn annar skóli, Verzlunarskóli Íslands, hefur nú gert slíkt námskeið að skyldu fyrir alla nemendur. Þetta kemur fram í nýrri skýslu Nýsköpunarmiðstöðvar Íslands um stöðu nýsköpunar- og frumkvöðlamenntar í framhaldsskólum.
Lesa meira