Jákvæð kynning

mynd Dana Rún Magnúsdóttir
mynd Dana Rún Magnúsdóttir
Í áfanganum Jákvæðri sálfræði, SÁL3A, er meðal verkefna að segja sögur af sjálfum sér þar sem nemendur eru stoltir af framgöngu sinni. Nokkrir nemendur luku verkefninu í gær og voru sögurnar fjölbreyttar og áhugaverðar. Þær fjölluðu til dæmis um aðstoð við fólk sem hafði lent í slysi eða verið byrlað eitur og einnig um hvernig sögumenn náðu bílprófi og Íslandsmeistatitli í golfi.

Í áfanganum Jákvæðri sálfræði, SÁL3A, er meðal verkefna að segja sögur af sjálfum sér þar sem nemendur eru stoltir af framgöngu sinni. Nokkrir nemendur luku verkefninu í gær og voru sögurnar fjölbreyttar og áhugaverðar. Þær fjölluðu til dæmis um aðstoð við fólk sem hafði lent í slysi eða verið byrlað eitur og einnig um hvernig sögumenn náðu bílprófi og Íslandsmeistatitli í golfi.

Jákvæð sálfræði er ný grein innan sálfræðinnar. Þeir sem leggja stund á hana beina athyglinni að heilbrigði, hamingju og ýmsu sem gerir daglegt líf innihaldsríkara fremur en að fást við vandamál og sjúkdóma. Áhersla er lögð á að greina hugsun, hegðun, tilfinningar og lífsstíl þeirra sem eru jákvæðir, hamingjusamir og njóta almennrar velgengni í lífinu eða á einstökum sviðum þess. Áfanginn er nú kenndur í annað sinn en í fyrra skiptið mæltist hann sérlega vel fyrir og nemendur voru mjög ánægðir.

Texti og mynd Dana Rún Magnúsdóttir