Kynjarannsóknir

Nemendur skólans telja ekki að kennarar geri upp á milli þeirra eftir kynjum. Þetta er niðurstaða könnunar sem tveir nemar í félagsfræði gerðu sem lokaverkefni í áfanganum FÉL2A. Niðurstaðan er ánægjuleg því margar rannsóknir hafa sýnt að kennarar geri upp á milli kynja, væntanlega án þess að gera sér grein fyrir því.

Nemendur skólans telja ekki að kennarar geri upp á milli þeirra eftir kynjum. Þetta er niðurstaða könnunar sem tveir nemar í félagsfræði gerðu sem lokaverkefni í áfanganum FÉL2A. Niðurstaðan er ánægjuleg því margar rannsóknir hafa sýnt að kennarar geri upp á milli kynja, væntanlega án þess að gera sér grein fyrir því.

Aðrir tveir nemendur sama áfanga könnuðu viðhorf til verkaskiptingar kynja. Þau reyndust býsna íhaldssöm. Til dæmis töldu bæði strákar og stelpur að karlar væru hæfari til að stýra stórum fyrirtækjum en konur. Flestir strákar töldu enn fremur að karlar væru hæfari til að sjá um fjármál heimilisins en stelpurnar töldu að kynin væru jafn hæf að þessu leyti.

Önnur lokaverkefni nemenda í FÉL2A snerust um námsval kynja og svo voru gerðar áhugaverðar rannsóknir á því hvernig kynin birtast í teiknimyndasögum og kvikmyndum. Öll eru þessi verkefni á haustsýningu skólans sem verður opin á skólatíma fram að útskrift um næstu helgi.