Fornleifafræði

Birgir og Finnur mynd HF
Birgir og Finnur mynd HF
Nemendur í mannfræðiáfanganum FÉL3B luku honum með kynningu á fornleifum. Tveggja manna teymi unnu saman og voru samtals fluttar átta kynningar, hver annarri fróðlegri. Meðal efnis voru brennisteinsnámur, manngerðir hellar, skipsflök við landið, verslunarstaðir á Gásum og við Kolkuós, kirkjugarðar og legstaðir utan kirkjugarða.

Nemendur í mannfræðiáfanganum FÉL3B luku honum með kynningu á fornleifum. Tveggja manna teymi unnu saman og voru samtals fluttar átta kynningar, hver annarri fróðlegri. Meðal efnis voru brennisteinsnámur, manngerðir hellar, skipsflök við landið, verslunarstaðir á Gásum og við Kolkuós, kirkjugarðar og legstaðir utan kirkjugarða.

Einnig má tína til vopn og verjur í haugum fornmanna, vörður, refagildrur og skotbyrgi og huldufólk og álagabletti. Fjarnemar fengu að skila kynningunum skriflega. Bæði staðnemar og fjarnemar lögðu metnað í kynningarnar. Jafningjamat gilti helming á móti mati kennara.

Myndirnar með fréttinni voru teknar af nemendum við flutning kynninganna.