Nemendur eins áfanga í MTR ætla á vorönninni að finna skóla í Pakistan og safna fé fyrir námsgögn sem þar skortir. Guðbjörg Hákonardóttir, starfsmaður ABC í Úganda heimsótti nemendur í dag og sagði frá starfinu þar. Hjá henni kom fram að um 4000 börn væru í ABC skólum í Úganda, þar af um 1500 styrkt af ABC á Íslandi.
Nemendur eins áfanga í MTR ætla á vorönninni að finna skóla í Pakistan og safna fé fyrir námsgögn sem þar skortir.
Guðbjörg Hákonardóttir, starfsmaður ABC í Úganda heimsótti nemendur í dag og sagði frá starfinu þar. Hjá henni kom fram
að um 4000 börn væru í ABC skólum í Úganda, þar af um 1500 styrkt af ABC á Íslandi.
Úganda er eitt fátækasta ríki heims og eitt þriggja samstarfsríkja Þróunarsamvinnustofnunar Íslands. Guðbjörg sýndi
myndir frá ABC skólum og þar mátti sjá að oft eru fimm til tíu börn saman um eina bók. Yngri börn hafa ekki alltaf borð og
stóla og sitja á gólfinu í skólastofunni þar sem oftar en ekki er þröng á þingi. ABC barnahjálp er íslenskt
hjálparstarf sem stofnað var árið 1988 í þeim tilgangi að veita nauðstöddum börnum varanlega hjálp og vera farvegur fyrir framlög
gjafmildra Íslendinga. ABC starfar í átta löndum í Afríku og Asíu þar sem rekin eru heimili fyrir um ellefu þúsund börn.