Fréttir

Lítið brottfall í MTR

Brottfall, skilgreint sem munur á nemendum sem hefja nám og þeim sem skila sér til prófs, var 6,9% í MTR á árinu 2013. Þetta er mjög lág tala miðað við það sem algengt er í öðrum framhaldsskólum. Meðtaldir eru fjarnemar sem eru í sömu námshópum og dagskólanemar.
Lesa meira

ABC Fjáröflun

Nemendur í áfanganum ABC skólahjálp bjóða íbúum svæðisins í skólann 1. maí kl. 11-16. Hópurinn er að safna fé fyrir námsgögnum handa nemendum í ákveðnum grunnskóla í Úganda. Þar vantar helst tölvur og námsbækur. Vilyrði hefur fengist fyrir tölvum frá Íslandsbanka en eftir er að setja í þær harðan disk.
Lesa meira

Árshátíðin nálgast

Föstudaginn 25. apríl – annan dag sumars – verður árshátíð skólans haldin í Tjarnarborg í Ólafsfirði. Þar verða fjölbreytt skemmtiatriði og veislumatur sem kemur frá Greifanum á Akureyri. Gestir þurfa að skrá sig og greiða miðann fyrirfram. Síðasti dagur til að ganga frá greiðslu er þriðjudagur 22. apríl. Arndís, Þórhildur og Björg taka við greiðslu.
Lesa meira

IP7 Vorboðinn ljúfi

Þessi álftarsteggur hefur haldið sig í Ólafsfirði með kellu sinni hvert sumar síðan 2004. Þau hafa gert sér hreiður við stífluna í Skeggjabrekkudal nema 2008. Þá var allt á kafi í snjó við stífluna og þau færðu sig á bakka Ólafsfjarðarvatns neðan við Hornbrekku. Fyrstu árin voru ungarnir fáir en í fyrra komu þau upp fimm ungum.
Lesa meira

Breytt skipulag vorannar

Vegna verkfalls KÍ verður vorönn breytt á eftirfarandi hátt: Kennt verður 22. apríl. Síðasti kennsludagur verður 15. maí. Vorsýning verður 17. maí. Útskrift verður 24. maí.
Lesa meira

Fulla ferð áfram

Fáni var dreginn að hún í morgun og skólastarf hófst aftur af fullum krafti eftir þriggja vikna verkfall kennara. Álíka margir nemendur eru mættir og venja er til á mánudögum og að sjálfsögðu allir kennararnir. Í lok dags verður ákveðið hvernig staðið verður að því að vinna upp það sem tapaðist í verkfallinu.
Lesa meira

Eftir verkfall

Á mánudag hefst kennsla samkvæmt stundaskrá og eru nemendur hvattir til að mæta vel. Þá fara kennarar yfir stöðuna með nemendum til að meta hver hún er. Í lok dags verður kennarafundur þar sem tekin verður ákvörðun um hvernig unnið verður úr töpuðum tíma. Samkvæmt samkomulagi í tengslum við kjarasamning má bæta við allt að 6 dögum við. Jafnvel meiru ef fjármunir eru til fyrir því. Þannig byggist ákvörðunin verulega á því hversu duglegir nemendur hafa verið við nám í verkfalli. Hvaða dagar teknir verða á því eftir að koma í ljós. Hlökkum til að sjá ykkur öll fersk á mánudag!
Lesa meira

Söngkeppni framhaldsskólanna

Söngkeppni framhaldsskólanna fer fram 5. apríl í Hofi á Akureyri. Keppandi skólans er Matthías Gunnarsson nemandi á Listabraut - skapandi tónlistarsviði. Vegna verkfalls félagsmanna KÍ fer enginn starfsmaður skólans með og eru nemendur því á eigin ábyrgð fari þeir til Akureyrar.
Lesa meira

Skólastarf í verkfalli

Líf og fjör var í skólanum í dag þegar nemendur á starfsbraut mættu til náms. Á starfsbraut eru 12 nemendur og þeim fylgja 2 stuðningsfulltrúar ásamt kennara og nám stundað af kappi. Í dag voru nemendur að læra að gera upp gamla stóla og hlakka til útkomunnar. Kennslan er í höndum Agnesar Sigurjónsdóttur iðjuþjálfa.
Lesa meira

Óveður

Rútuferðir frá Siglufirði og Dalvík falla niður í dag föstudag vegna óveðurs.
Lesa meira