IP7 Vorboðinn ljúfi

Mynd GK
Mynd GK
Þessi álftarsteggur hefur haldið sig í Ólafsfirði með kellu sinni hvert sumar síðan 2004. Þau hafa gert sér hreiður við stífluna í Skeggjabrekkudal nema 2008. Þá var allt á kafi í snjó við stífluna og þau færðu sig á bakka Ólafsfjarðarvatns neðan við Hornbrekku. Fyrstu árin voru ungarnir fáir en í fyrra komu þau upp fimm ungum.

Þessi álftarsteggur hefur haldið sig í Ólafsfirði með kellu sinni hvert sumar síðan 2004. Þau hafa gert sér hreiður við stífluna í Skeggjabrekkudal nema 2008. Þá var allt á kafi í snjó við stífluna og þau færðu sig á bakka Ólafsfjarðarvatns neðan við Hornbrekku. Fyrstu árin voru ungarnir fáir en í fyrra komu þau upp fimm ungum.

Gísli Kristinsson náði myndinni af IP7 á polli við gangamunna Héðinsfjarðarganganna í Ólafsfirði í gær. Hann heldur að steggurinn hafi komið um 20. mars. Gísli hefur myndað þennan glæsilega fugl á hverju ári síðan 2005. Fuglinn var merktur sem ungi í Fnjóskadal 2002. Tveimur árum síðar sást hann fyrst í Ólafsfirði og var þá kominn með kærustu en ástir þeirra báru ekki ávöxt fyrr en 2006.