Skólastarf í verkfalli

Líf og fjör var í skólanum í dag þegar nemendur á starfsbraut mættu til náms. Á starfsbraut eru 12 nemendur og þeim fylgja 2 stuðningsfulltrúar ásamt kennara og nám stundað af kappi. Í dag voru nemendur að læra að gera upp gamla stóla og hlakka til útkomunnar. Kennslan er í höndum Agnesar Sigurjónsdóttur iðjuþjálfa.

Líf og fjör var í skólanum í dag þegar nemendur á starfsbraut mættu til náms. Á starfsbraut eru 12 nemendur og þeim fylgja 2 stuðningsfulltrúar ásamt kennara og nám stundað af kappi. Í dag voru nemendur að læra að gera upp gamla stóla og hlakka til útkomunnar. Kennslan er í höndum Agnesar Sigurjónsdóttur iðjuþjálfa.
Nemendur hafa komið og málað, lært stærðfræði og önnur fög eftir námsáætlunum en einnig nýtt tímann til að dýpka þekkingu sína undir eigin stjórn. Við hvetjum nemendur til að koma í skólann, læra eða finna sér viðfangsefni til að halda sér virkum.
Margir nemendur eiga um lengri veg að fara í skólann og sitja því heima við nám og önnur störf. Sumir ná ekki að læra þegar verkstjórn vantar og einnig er námsefni oft tyrfið sem kennari getur gert skiljanlegt og aðgengilegt. Við vonumst því til að verkfall framhaldsskólakennara í KÍ leysist sem fyrst.  Myndir