Brottfall, skilgreint sem munur á nemendum sem hefja nám og þeim sem skila sér til prófs, var 6,9% í MTR á árinu 2013. Þetta er mjög lág tala miðað við það sem algengt er í öðrum framhaldsskólum. Meðtaldir eru fjarnemar sem eru í sömu námshópum og dagskólanemar.
Brottfall, skilgreint sem munur á nemendum sem hefja nám og þeim sem skila sér til prófs, var 6,9% í MTR á árinu 2013.
Þetta er mjög lág tala miðað við það sem algengt er í öðrum framhaldsskólum. Meðtaldir eru fjarnemar sem eru í sömu
námshópum og dagskólanemar.
Í ársskýrslu skólans fyrir 2013 kemur fram að 179 nemendur voru skráðir á haustönn en 173 á vorönn. Í
dagskóla voru um 130 nemendur á hvorri önn. Þrír af hverjum fjórum nemendum bjuggu í Fjallabyggð, 10% í Dalvíkurbyggð en 17%
á öðrum stöðum. Á félags- og hugvísindabraut voru 55 nemar á vorönn en 45 á haustönn. Á listabraut voru 45 á
vorönn en 31 á haustönn. Á náttúruvísindabraut var 31 á vorönn en 35 á haustönn. Á starfsbraut voru 8 nemar á
vorönn en 12 á haustönn. Nemar í 10 bekk sem tóku áfanga á vorönn voru 11 en 15 gerðu það á haustönn.
Ársskýrslur skólans geyma margvíslegan fróðleik um skólastarfið. Þær eru aðgengilegar á
heimasíðunni: http://www.mtr.is/is/skolinn/skyrslur
Texti: Soffía Adda Andersen