Fréttir

ABC hjálparstarf

Nemendur eins áfanga í MTR ætla á vorönninni að finna skóla í Pakistan og safna fé fyrir námsgögn sem þar skortir. Guðbjörg Hákonardóttir, starfsmaður ABC í Úganda heimsótti nemendur í dag og sagði frá starfinu þar. Hjá henni kom fram að um 4000 börn væru í ABC skólum í Úganda, þar af um 1500 styrkt af ABC á Íslandi.
Lesa meira

Upphaf nýrrar annar

Starf ársins hefst á vinnudegi kennara föstudaginn 3. janúar og nemendur mæta síðan til starfa samkvæmt stundatöflu 6. janúar. Nú eru skráðir í skólann um 200 nemendur en um fjórðungur af þeim eru fjarnemar. Við hlökkum til að fá nemendur og starfsmenn á nýju ári og annarinnar framundan.
Lesa meira

Gleðileg jól

Lesa meira

Útskrift

Í dag voru útskrifaðir alls 8 stúdentar frá Menntaskólanum á Tröllaskaga í 7. útskrift skólans. Jóna Vilhelmína Héðinsdóttir aðstoðarskólameistari fór yfir starfið á haustönninni og fylgir hennar ræða hér með. Lára Stefánsdóttir skólameistari gerði að umtalsefni mikilvægi þess að byggja upp nám og námsmat jafnt allan námstímann, haldi nemendur því vinnulagi áfram muni þeim sækjast háskólanám vel sem og önnur störf.
Lesa meira

Fornleifafræði

Nemendur í mannfræðiáfanganum FÉL3B luku honum með kynningu á fornleifum. Tveggja manna teymi unnu saman og voru samtals fluttar átta kynningar, hver annarri fróðlegri. Meðal efnis voru brennisteinsnámur, manngerðir hellar, skipsflök við landið, verslunarstaðir á Gásum og við Kolkuós, kirkjugarðar og legstaðir utan kirkjugarða.
Lesa meira

Haustsýning opin

Sýning á verkum nemenda á haustönninni verður opin kl. 8-16 fram að útskrift um næstu helgi. Mörg góð listaverk eru á sýningunni, meðal annars verk fjarnema í listaáföngum, ljósmyndun og myndlist. Nemendur í úrgangslist lögðu drög að skipulagi garðs – Tröllagerðis – við skólann og eru hugmyndir þeirra allrar athygli verðar
Lesa meira

Kynjarannsóknir

Nemendur skólans telja ekki að kennarar geri upp á milli þeirra eftir kynjum. Þetta er niðurstaða könnunar sem tveir nemar í félagsfræði gerðu sem lokaverkefni í áfanganum FÉL2A. Niðurstaðan er ánægjuleg því margar rannsóknir hafa sýnt að kennarar geri upp á milli kynja, væntanlega án þess að gera sér grein fyrir því.
Lesa meira

Haustsýning

Sýningin verður opnuð klukkan 13:00 á morgun og flutningur tónlistaratriða hefst stundvíslega klukkan 13:15. Til sýnis eru verk nemenda í listum, ljósmyndun, nýsköpun, félagsfræði, forritun og fleiri námsgreinum.
Lesa meira

Snjóflóð - búið að moka

Snjóflóð féll á veginn í Ólafsfjarðarmúla í nótt og var vegurinn milli Ólafsfjarðar og Dalvíkur því lokaður, samkvæmt upplýsingum frá Vegagerðinni. Búið var að moka um 11 leytið en ákveðið að þar sem þetta er síðasti kennsludagur og lítið eftir að afþakka akstur frá Dalvík. Nemendur og starfsmenn sem þurfa þessa leið vinna því heima í dag.
Lesa meira

Glæpasögur

Í íslenskuáfanganum ÍSL3E kynnast nemendur sögu og þróun glæpasagnaritunar og lesa verk íslenskra og erlendra höfunda. Áfanginn er kenndur í fyrsta sinn á haustönninni. Meðal verkefna er að skrifa litla glæpasögu. Það gera nemendur í 3-5 manna hópum og kynntu þeir afurðir sínar í vikunni. Kynntar voru fimm sögur og er sögusviðið Ísland í þeim öllum.
Lesa meira