Vorferð starfsmanna

Fræðslu og skemmtun var blandað saman í vorferðinni í gær. Fyrsta stopp var í Fjölbrautaskóla Norðurlands vestra FNV á Sauðárkróki. Góð aðstaða fyrir verknám og almennt huggulegt umhverfi í öllum skólanum vöktu athygli. Eftir góða máltíð hjá Skagfirðingum var ekið fyrir Skaga og naut hópurinn frábærs útsýnis eins og myndin úr Kálfshamarsvík ber með sér.

Fræðslu og skemmtun var blandað saman í vorferðinni í gær. Fyrsta stopp var í Fjölbrautaskóla Norðurlands vestra FNV á Sauðárkróki. Góð aðstaða fyrir verknám og almennt huggulegt umhverfi í öllum skólanum vöktu athygli. Eftir góða máltíð hjá Skagfirðingum var ekið fyrir Skaga og naut hópurinn frábærs útsýnis eins og myndin úr Kálfshamarsvík ber með sér.

 

Á Skagaströnd fór hópurinn í Spákonuhof, heyrði sögur af Þórdísi spákonu og lifandi spákona kastaði rúnum og var ekki laust við að sumum þætti hún djörf í spádómum sínum. Kaffiveitingar í Bjarmanesi voru hreinn unaður. Eftir að hafa notið þeirra lá leiðin til Hofsós þar sem hluti hópsins skoðaði Vesturfarasafnið en aðrir tóku sprett í sundlauginni. Kvöldverður á Sólvík var sérlega ljúffengur. Góð stemming var í hópnum allan daginn og jók lifandi leiðsögn staðkunngs aðstoðarskólameistara á upplifun ferðalanganna.