Skólinn er fyrirmyndarstofnun í flokki meðalstórra stofnana í könnun Stéttarfélags í almannaþjónustu ásamt Einkaleyfastofu, Landmælingum, Menntaskólanum að Laugarvatni og Skipulagsstofnun. MTR varð í öðru sæti í flokknum, aðeins Einkaleyfastofa fékk fleiri stig. Þetta er í níunda sinn sem SFR velur stofnun ársins og var niðurstaðan kynnt í Hörpu í gær.
Skólinn er fyrirmyndarstofnun í flokki meðalstórra stofnana í könnun Stéttarfélags í almannaþjónustu ásamt
Einkaleyfastofu, Landmælingum, Menntaskólanum að Laugarvatni og Skipulagsstofnun. MTR varð í öðru sæti í flokknum, aðeins Einkaleyfastofa
fékk fleiri stig. Þetta er í níunda sinn sem SFR velur stofnun ársins og var niðurstaðan kynnt í Hörpu í gær.
Capacent gerði könnunina í samstarfi við fjármálaráðuneytið, VR og fleiri. Mældir voru þættir á borð við
ánægju og stolt, starfsanda, trúverðugleika stjórnenda, launakjör, sjálfstæði í starfi, vinnuskilyrði, sveigjanleika vinnu og
ímynd stofnunar. Almennt koma minni stofnanir mun betur út en þær stærri, einkum varðandi ímynd, trúverðugleika stjórnenda,
vinnuskilyrði og sveigjanleika.
Lára Stefánsdóttir var stolt yfir árangri stofnunarinnar og sagði niðurstöðuna endurspegla öflugt starfsfólk sem legði áherslu
á að efla styrkleika hvert annars í starfi, bæði samstarfsmanna og nemenda.