Fréttir

Tónar sem gleðja

Eitt verkefnanna í áfanga um jákvæða sálfræði felur í sér að kynna lög sem nemendur nota til að koma sér í gott skap. Elsta lagið sem kynnt var í kennslustund í gær er frá 1968 en einnig voru spiluð ný og nýleg lög svo sem Bastille með Durban Skies.
Lesa meira

Hittu Gunnar Nelson á Gatwick

Hópur nemenda MTR á leið til Valencia á Spáni rakst á bardagakappann Gunnar Nelson í millilendingu á Gatwickflugvelli í gær. Krakkarnir kannast við Gunnar því hann er dóttursonur Gunnars og Svanfríðar í Hlíð í Ólafsfirði. Hann var einn á heimleið með bakpokann eftir sigurinn á Rússanum Omar Akhmedov í UFC í Lundúnum.
Lesa meira

Fjarnám

Nú er búið að setja á vefinn frekari upplýsingar fyrir fjarnema skólans. Fjarnemar eru nú um fjórðungur nemenda og stunda nám samhliða staðnemendum. Í fjarnámi eru nemendur úr grunnskóla, nemendur að bæta við sig námsgreinum en eru í staðnámi í öðrum framhaldsskóla, nemendur sem eru að taka námið til stúdentsprófs og nemendur sem nú þegar hafa lokið stúdentsprófi en vilja bæta við sig ákveðnum fögum eða námsgreinum.
Lesa meira

Tilfinningarapp

Nemendur nýttu hæfileika sína á ýmsan veg í umfjöllun um fjölgreindir Howards Gardner í miðannarvikunni. Fjallað var um eina eða tvær greindir á dag og farnar ólíkar vettvangsferðir í tengslum við efnið. Þegar fjallað var um tilfinningagreind máluðu nemendur af sér sjálfsmynd í tilfinningabundnum litum og þegar tónlistargreind bættist við var sungið og leikið lag í rappútsetningu
Lesa meira

Öskudagskæti

Fjölmörg börn í skrautlegum búningum hafa heimsótt skólann í tilefni dagsins. Allir eru í búningum og þiggja hóflegan nammipoka fyrir sönginn. Nemendur hafa líka tekið lagið, til dæmis Hallgrímur Stefánsson sem tók Krummi svaf í klettagjá og félagar hans sungu síðan með honum Hafið bláa hafið ... hugann dregur ...
Lesa meira

Skyndihjálp í miðannarviku

Almenn ánægja var í hópi nemenda sem sóttu skyndihjálparnámskeið í miðannarvikunni. Á námskeiðinu voru kenndar ýmsar leiðir til að hjálpa og bjarga fólki sem hefur slasast eða orðið fyrir andlegum áföllum við slys eða í hamförum. Kennarar voru fjórir, allir þrautreyndir björgunar- eða lögreglumenn á vettvangi.
Lesa meira

Val haustönn 2014

Áfangar í boði á haustönn 2014 eru komnir inn á vef skólans undir „námið“
Lesa meira

Skapandi lendur

Hópur nemenda er nú á námskeiði hjá Skema þar sem þau hanna þrívíddarheim. Meðal annars hafa þau hannað skólann með starfsfólki sem gengur um við vinnu sína. Minecraft er öflugt tól til að efla sköpunarhæfileika og læra um umhverfi sitt með því að endurgera það niður í smæstu smáatriði.
Lesa meira

Sindri kynnir bók sína

Peacemaker: The Absorbing Rock er titill bókar eftir Sindra Valþórsson nemanda MTR. Þetta er ofurhetjusaga og bókin er gagnvirk, lesandinn getur ráðið nokkru um framvinduna og það eru fjórir mismunandi möguleikar á sögulokum. Nemendur á starfsbraut voru áhugasamir og spurðu margs þegar Sindri kynnti söguna fyrir þeim. Hægt er að panta bókina á amazon.com.
Lesa meira

Fallegt vetrarveður

Veðrið hér í Fjallabyggð hefur verið einstaklega hagstætt til skíðaiðkunar síðustu daga. Það hefur verið heiðríkt og sólin látið sjá sig en þó hefur fylgt mikill kuldi eins og gerist oft þegar heiðskírt er á veturna. Á þriðjudagsmorguninn mældist til að mynda tíu stiga frost á Siglufirði en fimmtán stiga frost á Ólafsfirði á sama tíma.
Lesa meira