Gestir frá Dalvík

Mynd GK
Mynd GK
Stór hópur nemenda úr tíunda bekk Dalvíkurskóla skoðaði skólann og kynnti sér námsaðstöðuna ásamt þremur kennurum í morgun. Meðal þess sem hópurinn skoðaði voru tónlistar- og myndlistarstofur, sýndarveruleikatækið oculus rift, útieldhús og fleira sem sérstakt er í MTR.

Stór hópur nemenda úr tíunda bekk Dalvíkurskóla skoðaði skólann og kynnti sér námsaðstöðuna ásamt þremur kennurum í morgun. Meðal þess sem hópurinn skoðaði voru tónlistar- og myndlistarstofur, sýndarveruleikatækið oculus rift, útieldhús og fleira sem sérstakt er í MTR. Krakkarnir áforma aðra heimsókn í vor og ætla þá að kynna sér námsframboð og fleira. Að undanförnu hafa nemar frá Dalvík verið 10-20% nemenda við MTR. Á þessari önn eru þeir tuttugu og sex.