Danska og smákökur

Guðrún og Skúli baka mynd GK
Guðrún og Skúli baka mynd GK
Jólalegan ilm lagði um skólann þegar tvöfaldur dönskutími var notaður til að baka danskar jólasmákökur. Nemendur höfðu valið fjórar mismunandi uppskriftir. Nokkrir gerðu tilraunir með heimagerðan vanillusykur, lakkríssykur, sítrónusykur og möndlur. Rösklega var gengið til verks undir dynjandi jólatónlist. Vart þarf að taka fram að smákökurnar bragðast prýðilega.

Jólalegan ilm lagði um skólann þegar tvöfaldur dönskutími var notaður til að baka danskar jólasmákökur. Nemendur höfðu valið fjórar mismunandi uppskriftir. Nokkrir gerðu tilraunir með heimagerðan vanillusykur, lakkríssykur, sítrónusykur og möndlur. Rösklega var gengið til verks undir dynjandi jólatónlist. Vart þarf að taka fram að smákökurnar bragðast prýðilega.

Dönskutímarnir dugðu ekki til að allir gætu lokið verkefninu og hafa sumir nýtt vinnutíma til þess. Samhliða er mikið rætt um jólin og ólíkar jólahefðir. Nemendur taka myndir og nota þær sem efnivið í verkefni, bæta við texta og tala inn á myndband. Þar er komið samþætt tungumála- og menningarverkefni sem skilað er til námsmats hjá Idu Semey, kennara.