Útieldun mynd GK
Nemendur í útivistaráfanga kynntust eldamennsku utan dyra í kuldagjólunni í gær. Markmið kennslunnar er að þau geri sér grein fyrir því hvernig hægt er að baka brauð, steikja kjöt og hita kakó, kaffi eða súpu yfir opnum eldi. Einnig var gerð tilraun til að poppa og tókst hún með ágætum.
Nemendur í útivistaráfanga kynntust eldamennsku utan dyra í kuldagjólunni í gær. Markmið kennslunnar er að þau geri sér grein
fyrir því hvernig hægt er að baka brauð, steikja kjöt og hita kakó, kaffi eða súpu yfir opnum eldi. Einnig var gerð tilraun til að poppa og
tókst hún með ágætum.
Brauð var bakað þannig að deigi var vafið um trjágreinar sem svo var haldið yfir eldinum. Einn nemandinn sagði að þetta væri besta brauð
sem hann hefði smakkað. Í því var lítilsháttar af kanil til bragðbætis. Kjötið var kryddað með salti og pipar og rann
ljúflega niður. Leiðbeinandi við þennan matargjörning var Rúnar Gunnarsson. Myndir