04.12.2014
Nemendur í útivistaráfanga kynntust eldamennsku utan dyra í kuldagjólunni í gær. Markmið kennslunnar er að þau geri sér grein fyrir því hvernig hægt er að baka brauð, steikja kjöt og hita kakó, kaffi eða súpu yfir opnum eldi. Einnig var gerð tilraun til að poppa og tókst hún með ágætum.
Lesa meira
03.12.2014
Nemendur í Comeniusarverkefni hafa að undanföru farið um byggðir á Tröllaskaga og selt dagatöl til styrktar vatnsverkefni Barnahjálpar Sameinuðuþjóðanna, UNICEF. Þeim hefur orðið vel ágengt og hafa þegar selt fyrir um það bil eitt hundrað og sextíu þúsund krónur. Sú upphæð dugar fyrir tveimur vatnsdælum við brunna á þurrum stöðum í Afríku.
Lesa meira
28.11.2014
Í áföngunum kvikmyndir og tölvuleikir og saga 20. aldar gera nemendur sameiginlegt lokaverkefni. Vinnan tekur þrjár vikur. Nemendur geta valið milli tveggja tímabila, fyrri heimsstyrjaldarinnar og kalda stríðsins, og kynna sér efnið með því að spila tölvuleiki og horfa á kvikmyndir. Verkefnin eru hópverkefni og eru fjórir til fimm í hverjum hópi.
Lesa meira
26.11.2014
Glatt var á hjalla í stærðfræðitíma hjá starfsbrautarnemendum í morgun. Sigrún Ósk Árnadóttir var að koma frá Dublin og færði öllum hópnum húfur og sælgætispakka. Hún vann í sumar ferð fyrir tvo, í keppni um að vera rauðhærðasti Íslendingurinn, á írskum dögum á Akranesi. Sigrún segist hafa ákveðið áður en hún fór að kaupa í ferðinni eitthvað til að gleðja skólafélagana.
Lesa meira
25.11.2014
Nemendur í áfanga í kvikmyndasögu kynntu í morgun leikara og leikstjóra sem fangað hafa hugi þeirra. Andri Mar Flosason kynnti James Cameron sem meðal annars hefur gert myndirnar Titanic, Avatar og Terminator með Arnold Schwarzenegger. Meðal annarra leikstjóra sem fengu kynningu voru, Baltasar Kormákur, Friðrik Þór Friðriksson og Quentin Tarantino.
Lesa meira
20.11.2014
Nemendur í útivistaráfanga prófuðu köfun og brimbretti í gær. Þeir notuðu Atlantshafið og sundlaugina í Ólafsfirði til æfinga. Í köfun var byrjað á bóklegri kynningu og farið yfir þær hættur sem fylgja köfun. Patrekur Þórarinsson segist ekki hafa verið hræddur en pínulítið stressaður, hann gæti vel hugsað sér að fara á námskeið og læra meira og kafa svo í Silfru á Þingvöllum.
Lesa meira
18.11.2014
Birtingin var venju fremur fögur í Ólafsfirði í morgun. Fjólubláum glampa sló á hálfsnjóa tinda fjallanna sem umlykja bæinn. Veturinn lætur bíða eftir sér og sumir eru alveg til í að bíða eftir honum enn um hríð. Eldra fólk hafði á orði að tíð væri jafnan góð á meðan jarðeldur væri uppi.
Lesa meira
17.11.2014
Eðlismassi ólíkra efna er hefðbundið viðfangsefni í eðlisfræði. Ein leið til að skoða eðlismassann er að taka nokkur efni sem eru ólík á litinn, setja í glas og sjá hvort þau blandast. Einnig er hægt að finna eðlismassa vökva með því að vigta og mæla sama vökvann nokkrum sinnum til að fá línu á grafi og fá þannig yfirlit yfir massann.
Lesa meira
17.11.2014
Innritun í skólann stendur yfir á www.menntagatt.is en vegna umræðu um fjarnám og eldri nemendur er rétt að taka fram að þeir komast í áfanga sem hafa laus pláss en ekki verður bætt við áföngum eða hópum fyrir þann hóp nemenda. Fáir hópar eru fullir þannig að möguleikinn er góður.
Lesa meira
14.11.2014
Tuttugu nemendur sem ætla að útskrifast frá MTR á skólaárinu urðu margs vísari um námsframboð í Háskólanum á Akureyri í gær. Nemendur sem leggja stund á 11 greinar á þremur brautum þar kynntu námið, hver í sinni grein. Sigurður Björn Gunnarsson, sem útskrifaðist fyrir tæpum tveimur árum frá MTR kynnti nám í nútímafræði.
Lesa meira