Fréttir

Vinnu- og menningarferð

Hópur nemenda MTR seldi dagatal til styrktar Unicef í Feneyjum, við Gardavatnið og í Verona á Ítalíu í síðustu viku. Dagatalið er afrakstur Comeníusarverkefnis þar sem þemað er vatn. Nemendur héðan og úr þremur skólum á Ítalíu, Spáni og í Þýskalandi tóku myndirnar. Sex nemendur og tveir kennarar héðan tóku þátt í ferðinni.
Lesa meira

Moli úr Holuhrauni

Nemendur og starfsmenn skólans geta nú virt fyrir sér og þefað af Holuhrauni hinu nýja. Hér leit við hollvinur skólans Sigurður Ægisson, sem hafði verið við gosstöðvarnar og gripið með sér mola til að nemendur í jarðfræði færu ekki alveg á mis við það helsta sem er að gerast á þeirra sviði í landinu.
Lesa meira

Vígvöllur hafstraumanna

Í sjónum út af Norðurlandi mætast heitir og kaldir hafstraumar og það er misjafnt hve stórt svæði hvorir um sig ná yfir. Árferði í sjónum er mismunandi og stýrir fiskgengd á svæðinu. Ýsa og stór þorskur ganga til dæmis aðeins á miðin undan Norðurlandi á hlýskeiðum. Þetta sagði Valtýr Hreiðarsson, fiskifræðingur nemendum í Tröllaskagaáfanga í gær.
Lesa meira

Öðruvísi nýnemadagur

Könnun hefur leitt í ljós að kindur eru vinsælustu gæludýr nemenda í MTR. Það er því við hæfi að taka þátt í smölun og fjárrekstri með frístundabændum í Ólafsfirði á nýnemadaginn sem haldinn er hátíðlegur í dag. Féð var rekið gegn um bæinn til réttar undir styrkri stjórn Jóns Konráðssonar, gangnaforingja.
Lesa meira

Áhugasamir gestir

Vinnutímafyrirkomulagið í skólanum, vikuleg verkefnaskil og samfellt leiðsagnarmat vöktu mesta athygli þriggja kennara frá Slóveníu sem hér hafa verið í viku til að kynna sér skólastarfið. Þetta myndu þær vilja taka upp í Ljutomer. Þar eru 700 nemendur og fimmtíu kennarar. Skipulagið er hefðbundið bekkjarkerfi, stundaskrár eru fastar í forminu og námsmat er próf.
Lesa meira

Kolmunnatilraun Norlandia

Norlandia í Ólafsfirði gerir tilraun til að þurrka kolmunna fyrir Asíumarkað. Hingað til hefur mestallur kolmunaafli Íslendinga farið í bræðslu. En fiskurinn er magur og verð fyrir mjölið lágt. Því er leitað leiða til að fá meira út úr hráefninu eins og Ásgeir Logi Ásgeirsson sagði nemendum í Tröllaskagaáfanga frá.
Lesa meira

Gestir í MTR

Oft hefur verið gestkvæmt hér í skólanum en fjöldinn náði hámarki í fimm heimsóknum á föstudag. Um fimmtíu kennarar úr Naustaskóla á Akureyri skoðuðu þá húsakynni, kynntu sér aðferðafræðina í skólanum, tölvunotkun, leiðsagnarmat og reynslu af nýju námsskránni. Kennurunum fannst námsframboðið hér spennandi. Eftir heimsóknina hélt hópurinn til Siglufjarðar og ætlaði að nýta síðari hluta starfsdagsins þar.
Lesa meira

Heimsókn á Hornbrekku

Nemendur á starfsbraut læra um atvinnulífið, réttindi og skyldur vinnandi fólks. Heimsókn á Dvalarheimilið Hornbrekku var liður í þessu námi. Nemendur skoðuðu húsakynni og hittu íbúa. Fjölbreytt hjálpartæki vöktu áhuga og létu sumir í ljós áhuga á að búa á Hornbrekku. Jafnvel töldu einhverjir koma til greina að flytja þangað strax.
Lesa meira

Lifandi dönskunám

Danskt smurbrauð er lostæti og list að búa það til. Í dönskuáfanga fá nemendur að spreyta sig á þessu og síðan að gæða sér á framleiðslunni. Myndband verður gert um æfingu sem fram fór í vikunni. Það útheimtir lestur, textagerð og munnlega frásögn á dönsku, segir kennarinn, Ida Semey.
Lesa meira

Daði í Promens

Áræðni, liðsandi og hugvit eru einkunnarorð Promens. Þrjátíu ár eru síðan Sæplast var stofnað á Dalvík, ekki síst til að efla atvinnu á staðnum, en nú er verksmiðjan ein af fjörutíu sem rekin er undir nafninu Promens. Áhersla er lögð á að móta sameiginlega framtíðarsýn og brúa bil milli starfsmanna af mörgum þjóðernum, sem hafa mismunandi siði og trúarskoðanir.
Lesa meira