Inngangur að náttúruvísindum

Eðlisfræði mynd GK
Eðlisfræði mynd GK
Eðlismassi ólíkra efna er hefðbundið viðfangsefni í eðlisfræði. Ein leið til að skoða eðlismassann er að taka nokkur efni sem eru ólík á litinn, setja í glas og sjá hvort þau blandast. Einnig er hægt að finna eðlismassa vökva með því að vigta og mæla sama vökvann nokkrum sinnum til að fá línu á grafi og fá þannig yfirlit yfir massann.

Eðlismassi ólíkra efna er hefðbundið viðfangsefni í eðlisfræði. Ein leið til að skoða eðlismassann er að taka nokkur efni sem eru ólík á litinn, setja í glas og sjá hvort þau blandast. Einnig er hægt að finna eðlismassa vökva með því að vigta og mæla sama vökvann nokkrum sinnum til að fá línu á grafi og fá þannig yfirlit yfir massann.
Þegar viðfangið er fast efni er hægt að mæla rúmmálið með því að láta hlutinn ofan í glas með vökva og mæla hve miklu hann ryður frá sér. Nemendur í inngangi að náttúruvísindum skoðuðu líka blöndun og uppgufun. Blandað var saman vatni og salti, blandan sett yfir hita, vökvinn látinn gufa upp og síðan vegið saltið sem eftir varð. Í tímanum þar sem meðfylgjandi myndir voru teknar voru fjórar tilraunir í gangi og nemendum fannst misjafnlega gaman að gera þær. Myndir