Góðar gjafir Sigrúnar

Húfur MTR mynd HF
Húfur MTR mynd HF
Glatt var á hjalla í stærðfræðitíma hjá starfsbrautarnemendum í morgun. Sigrún Ósk Árnadóttir var að koma frá Dublin og færði öllum hópnum húfur og sælgætispakka. Hún vann í sumar ferð fyrir tvo, í keppni um að vera rauðhærðasti Íslendingurinn, á írskum dögum á Akranesi. Sigrún segist hafa ákveðið áður en hún fór að kaupa í ferðinni eitthvað til að gleðja skólafélagana.

Glatt var á hjalla í stærðfræðitíma hjá starfsbrautarnemendum í morgun. Sigrún Ósk Árnadóttir var að koma frá Dublin og færði öllum hópnum húfur og sælgætispakka. Hún vann í sumar ferð fyrir tvo, í keppni um að vera rauðhærðasti Íslendingurinn, á írskum dögum á Akranesi. Sigrún segist hafa ákveðið áður en hún fór að kaupa í ferðinni eitthvað til að gleðja skólafélagana.

Rannsóknir hafa sýnt að margar formæður okkar komu frá Írlandi og Íslendingar hafa lengi trúað því að rautt hár hafi verið meðal þess sem við höfum erft frá þeim. Í ljósi reynslu Sigrúnar má þó efast um að þetta sé rétt. Hún segist hafa séð mjög fátt rauðhært fólk í ferðinni og leigubílstjóri sem hún hafi rætt við hafi tekið undir að fáir hefðu rautt hár, Írar væru flestir dökkhærðir.

Hér er slóð á frétt um „rauðhærðasta Íslendinginn“ á írskum dögum í sumar. Þar kemur fram að Sigrún Ósk gerði sér sérstaka ferð til Akraness til að taka þátt í keppninni.

http://www.mbl.is/frettir/innlent/2014/07/05/sigrun_sk_raudhaerdasti_slendingurinn/