Tilraun með samþættingu

Tölvuleikir mynd GK
Tölvuleikir mynd GK
Í áföngunum „kvikmyndir og tölvuleikir“ og „saga 20. aldar“ gera nemendur sameiginlegt lokaverkefni. Vinnan tekur þrjár vikur. Nemendur geta valið milli tveggja tímabila, fyrri heimsstyrjaldarinnar og kalda stríðsins, og kynna sér efnið með því að spila tölvuleiki og horfa á kvikmyndir. Verkefnin eru hópverkefni og eru fjórir til fimm í hverjum hópi.

Í áföngunum „kvikmyndir og tölvuleikir“ og „saga 20. aldar“ gera nemendur sameiginlegt lokaverkefni. Vinnan tekur þrjár vikur. Nemendur geta valið milli tveggja tímabila, fyrri heimsstyrjaldarinnar og kalda stríðsins, og kynna sér efnið með því að spila tölvuleiki og horfa á kvikmyndir. Verkefnin eru hópverkefni og eru fjórir til fimm í hverjum hópi.

Nemendur úr kvikmynda- og tölvuleikjaáfanganum kynna möguleika þeirra miðla fyrir nemendum í söguáfanganum og sögunemendur kynna söguna fyrir hinum nemendunum. Hver hópur horfir á eina kvikmynd saman og spilar einn til tvo tölvuleiki saman. Í næstu viku fer fram umræða í hverjum hópi og nemendur gera grein fyrir því skriflega hvað þeir lærðu um sögu og um miðlana sem námstæki. Í síðustu vikunni kynna hópar afrakstur vinnunnar og geta þeir gert vídeókynningu eða hefðbundna glærusýningu.