27.03.2015
Nemendur starfsbrautar eru enn á ferð og flugi. Í gær brugðu þeir sér í námsferð inn á Akureyri. Fyrsta stopp var í Skautahöllinni þar sem nemendur og starfsfólk brautarinnar reyndu sig á þessum tólum sem höllin er kennd við. Gekk mannskapnum misjafnlega vel að fóta sig en allir skemmtu sér vel og sluppu heilir á húfi af ísnum.
Lesa meira
26.03.2015
Helga Ólafsdóttir, verkefnisstýra UNICEF, þakkaði MTR-nemum í Comeniusarverkefni fyrir þeirra framlag í skype-samtali í tíma í dag. Féð sem safnaðist hér dugar til að kaupa og setja upp sex vatnsdælur við brunna á svæðum þar sem skortur á hreinu vatni. Einnig verður nokkurri upphæð varið til að kaupa vatnshreinstöflur.
Lesa meira
23.03.2015
Starfsbrautarnemar gerðu góða ferð til höfuðstaðarins þar sem þeir náðu að taka þátt í hæfileikakeppni starfsbrauta í framhaldsskólum, skoða sýninguna Hvalir Íslands og fylgjast með sólmyrkvanum. Framlag MTR-starfsbrautar í hæfileikakeppninni var flutningur lagins "Lífið er yndislegt" eftir Hreim Örn Heimisson, sem var svo vinsamlegur að lána undirleikinn.
Lesa meira
19.03.2015
Stelpurnar í Skriðum mættu galvaskar til leiks þriðju og síðustu keppnishelgina á Íslandsmótinu í blaki. Liðið var taplaust í 5. deild. Allar stelpurnar í liðinu eru eða hafa verið nemendur í MTR.
Mótið um síðustu helgi fór fram á Álftanesi en hin tvö mótið fóru fram á Siglufirði í október og í Garðabæ í febrúar.
Lesa meira
16.03.2015
Nemendur á starfsbraut hafa að undanförnu æft söngatriði þar sem áhersla er á lífsgleði, jákvæðni og hamingju. Hópurinn tekur þátt í hæfileikakeppni starfsbrauta framhaldsskólanna, sem fram fer í Fjölbrautaskólanum í Garðabæ á fimmtudagskvöld. Tilhögun keppninnar er breytt, hingað til hafa
verið stuttmyndir annað árið en söngatriði hitt.
Lesa meira
12.03.2015
Matarmenning sýnir heimsmynd okkar og mótar hugmyndir okkar, hagkerfi, siðferði og samfélag. Í áfanganum matur og menning ögra nemendur sér til að búa til, framreiða og smakka rétti sem eru framandi. Bragð, lykt og aðferð við matreiðsluna er öðruvísi en við erum vönust. Spænskur matur var þemað í kennslustund í gær og fundust sumum réttirnir gazpacho og paella sérlega óárennilegir.
Lesa meira
11.03.2015
Illugi Gunnarsson, menntamálaráðherra og Sigríður Halldórsdóttir aðstoðarmaður hans heimsóttu skólann í dag. Þau skoðuðu húsakynni og kynntu sér skólastarfið. Með þeim í för var Gunnar Birgisson, bæjarstjóri Fjallabyggðar og var þetta í fyrsta sinn sem hann sækir skólann heim.
Lesa meira
10.03.2015
Það er hægt að nota ýmsa tónlist til að lita daginn, lyfta sér upp eða koma í þann gír sem maður óskar sér. Þetta sannaðist þegar nemendur í jákvæðri sálfræði spiluðu myndbönd sem þeir nota til að vekja gleði og jákvæðar tilfinningar. Sumir spiluðu lög sem ekki eru alveg ný en tengjast sterkum jákvæðum minningum.
Lesa meira
06.03.2015
Náttúra og nærumhverfi skólans var notað til að styðja hugmyndavinnu við hönnun merkja (logos) í einum áfanganum í miðannarvikunni. Nemendur fóru líka út til að skoða umhverfisgrafík. Kennari var Hlín Ólafsdóttir, grafískur hönnuður. Hún segir að nemendur hafi komiðsér á óvart og verið mun vinnusamari og áhugasamari en hún hefði fyrirfram þorað að vona.
Lesa meira
04.03.2015
Hópur nemenda fékk tækifæri til að hrinda hugmyndum sínum um framleiðslu í framkvæmd í miðannarvikunni. Hugmyndirnar komu frá nemendum sjálfum, þeir unnu með myndir eða aðrar skyssur í eigin tölvum og lærðu á forritið "inkscape" sem er forsenda þess að koma efninu á nothæft form fyrir skiltagerð.
Lesa meira