Fréttir

Óskir rætast í efnafræði

Ekki er beinlínis algengt að efnafræði sé uppáhaldsnámsgrein nemenda í framhaldsskóla. Það er þó til og ef þeir fá að velja sér verkefni batnar staðan. Í vikunni gerðu nemendur verkefni sem þeir höfðu valið fyrr á önninni og bjuggu meðal annars til ósýnilegt blek, ilmvatn, lífdísil og eftirlíkingu af eldgosi.
Lesa meira

Danska og smákökur

Jólalegan ilm lagði um skólann þegar tvöfaldur dönskutími var notaður til að baka danskar jólasmákökur. Nemendur höfðu valið fjórar mismunandi uppskriftir. Nokkrir gerðu tilraunir með heimagerðan vanillusykur, lakkríssykur, sítrónusykur og möndlur. Rösklega var gengið til verks undir dynjandi jólatónlist. Vart þarf að taka fram að smákökurnar bragðast prýðilega.
Lesa meira

Gestir frá Dalvík

Stór hópur nemenda úr tíunda bekk Dalvíkurskóla skoðaði skólann og kynnti sér námsaðstöðuna ásamt þremur kennurum í morgun. Meðal þess sem hópurinn skoðaði voru tónlistar- og myndlistarstofur, sýndarveruleikatækið oculus rift, útieldhús og fleira sem sérstakt er í MTR.
Lesa meira

Stærðfræðiperlur

Þau nýmæli voru upp tekin í stærðfræði á starfsbraut að nemendur notuðu perlur til að mynda ýmis form og átta sig á samhverfum flötum. Út úr þessu kom hið fegursta skraut sem hengt var upp í lok vikunnar og mun lífga upp á húsakynni fyrir jólin. Almenn ánægja ríkti með þetta verkefni og gæti verið að það yrði endurtekið. Í rauninni er verkefnið þríþætt. Það veitir þjálfun í stærðfræði, æfir fínhreyfingar og svo eru gripirnir aukaafrakstur, segir Birgitta Sigurðardóttir, sérkennari.
Lesa meira

Útieldun

Nemendur í útivistaráfanga kynntust eldamennsku utan dyra í kuldagjólunni í gær. Markmið kennslunnar er að þau geri sér grein fyrir því hvernig hægt er að baka brauð, steikja kjöt og hita kakó, kaffi eða súpu yfir opnum eldi. Einnig var gerð tilraun til að poppa og tókst hún með ágætum.
Lesa meira

Dagatal 2015

Nemendur í Comeniusarverkefni hafa að undanföru farið um byggðir á Tröllaskaga og selt dagatöl til styrktar vatnsverkefni Barnahjálpar Sameinuðuþjóðanna, UNICEF. Þeim hefur orðið vel ágengt og hafa þegar selt fyrir um það bil eitt hundrað og sextíu þúsund krónur. Sú upphæð dugar fyrir tveimur vatnsdælum við brunna á þurrum stöðum í Afríku.
Lesa meira

Tilraun með samþættingu

Í áföngunum „kvikmyndir og tölvuleikir“ og „saga 20. aldar“ gera nemendur sameiginlegt lokaverkefni. Vinnan tekur þrjár vikur. Nemendur geta valið milli tveggja tímabila, fyrri heimsstyrjaldarinnar og kalda stríðsins, og kynna sér efnið með því að spila tölvuleiki og horfa á kvikmyndir. Verkefnin eru hópverkefni og eru fjórir til fimm í hverjum hópi.
Lesa meira

Góðar gjafir Sigrúnar

Glatt var á hjalla í stærðfræðitíma hjá starfsbrautarnemendum í morgun. Sigrún Ósk Árnadóttir var að koma frá Dublin og færði öllum hópnum húfur og sælgætispakka. Hún vann í sumar ferð fyrir tvo, í keppni um að vera rauðhærðasti Íslendingurinn, á írskum dögum á Akranesi. Sigrún segist hafa ákveðið áður en hún fór að kaupa í ferðinni eitthvað til að gleðja skólafélagana.
Lesa meira

James Cameron kynntur

Nemendur í áfanga í kvikmyndasögu kynntu í morgun leikara og leikstjóra sem fangað hafa hugi þeirra. Andri Mar Flosason kynnti James Cameron sem meðal annars hefur gert myndirnar Titanic, Avatar og Terminator með Arnold Schwarzenegger. Meðal annarra leikstjóra sem fengu kynningu voru, Baltasar Kormákur, Friðrik Þór Friðriksson og Quentin Tarantino.
Lesa meira

Köfun og brimbretti

Nemendur í útivistaráfanga prófuðu köfun og brimbretti í gær. Þeir notuðu Atlantshafið og sundlaugina í Ólafsfirði til æfinga. Í köfun var byrjað á bóklegri kynningu og farið yfir þær hættur sem fylgja köfun. Patrekur Þórarinsson segist ekki hafa verið hræddur en pínulítið stressaður, hann gæti vel hugsað sér að fara á námskeið og læra meira og kafa svo í Silfru á Þingvöllum.
Lesa meira