Fréttir

Óvenjuleg samþætting

Það er ekki alvanalegt að samþætta nám í tungumálum og tónlist en Ida Semey spænskukennari og Guido Thomas tónlistarkennari reyndu það í morgun. Notað var lagið Bésame mucho, spilað myndband þar sem textinn var skráður og nemendur slógu taktinn með trommum og hristum og sungu með.
Lesa meira

Öskudagsglens

Gestkvæmt hefur verið í Menntaskólanum á Tröllaskaga í dag og gestirnir á ýmsum aldri. Flestir hafa stillt sér upp og sungið í hljóðnema í anddyrinu. Yngsti gesturinn sem söng einn, tveggja ára strákur, tók "Burtu með fordóma" en annað vinsælt lag í ár er "Frost er úti fuglinn minn". Nemendur skólans hafa líka sumir tekið lagið og alltaf lumar Björg á sætindum fyrir sönginn. Metið í skarti á væntanlega skólameistari sem skrýddist ekta karnivalbúningi frá Río de Janeiro.
Lesa meira

Vetrarfjallamennska

Sjö krakkar í Útivistaráfanganum ÚTI2A05 dvöldu á Bjarnargili í Fljótum við æfingar um helgina. Þau reyndu nýja fjallaskíðabúnaðinn og lærðu að ganga á skinnum ásamt því að skíða í ótroðnum snjó. Einnig kynntust þau vetrarfjallamennsku, fóru í mikinn bratta og lærðu að bremsa sig af á ísöxi.
Lesa meira

Frjáls sköpun

Nemendur upplifðu gleði og frelsi í áfanganum Sköpun 2A. Þemað var "Tie dai" fatalitun og málun með frjálsri aðferð. Allir höfðu gaman af. Birgitta Þorsteinsdóttir málaði afar litríka skyrtu, sem hún segist geta útskrifast í en verði að minnsta kosti sumarskyrta. Linda Björg Arnheiðardóttir málaði við lag DubFX "Fly with me". Henni fannst skemmtilegast að upplifa frelsi með frjálsri sköpun í stórum ramma.
Lesa meira

Menningarlæsi

Nokkrir útskriftarnemendur á starfsbraut spreyta sig á þessari önn á áfanga sem hefur hlotið nafið menningarlæsi. Áfanginn er kenndur í fyrsta sinn. Í honum er fjallað um ýmsa stórviðburði og tímamót, bæði í veraldarsögunni og hér á sögueyjunni. Atkvæðamiklir gerendur sögunnar fá mikið rými, svo sem landkönnuðir, uppfinningamenn og stríðsherrar.
Lesa meira

„Brjálaðir bastarðar“ verðlaunaðir

Myndbandið „Brjálaðir bastarðar – Gemmér Bassann“ hlaut verðlaun sem best leikna myndin á Kvikmyndahátíð framhaldsskólanna í Fjölbrautaskólanum við Ármúla á laugardag. Grétar Áki, Örn Elí, Heimir Ingi, Ívar Örn, Hákon Leó, Konni Gotta og Jón Árni gerðu myndbandið fyrir árshátíð nemendafélags MTR á síðasta ári. Hringt var í Örn Elí af hátíðinni þegar verið var að veita verðlaunin. Hann taldi líklegt að verðlaunin hefðu fengist út á hárgreiðslu piltanna og vakti sú athugasemd hlátur viðstaddra.
Lesa meira

„Brjálaðir bastarðar“ keppa

Á þriðja tug stuttmynda keppa á Kvikmyndahátíð framhaldsskólanna sem haldin verður í Fjölbrautaskólanum við Ármúla á morgun, laugardag. Menntskælingar á Tröllaskaga sendu í keppnina myndbandið „Brjálaðir bastarðar – gemmér bassann“. Lagið er eftir Heimi Inga Grétarsson.
Lesa meira

Óhefðbundin enskuverkefni

Skammdegið er viðfangsefni tveggja erlendra listamanna sem dvalið hafa í Listhúsinu í Ólafsfirði síðustu tvo mánuði. Sýning þeirra á ljósmyndum af íbúum í Fjallabyggð í svartasta skammdeginu var opnuð í gær. Nemendur í áfanganum ENS2B skoðuðu sýninguna og hittu listamennina að máli. Verkefni þeirra í framhaldinu verða bæði bókleg og verkleg.
Lesa meira

Blakstelpur brillera

Góður hópur stúlkna sem stundar nám við MTR iðkar blakíþróttina af miklum krafti á Siglufirði undir handleiðslu Önnu Maríu Björnsdóttur. Stelpurnar eru hluti af blakhóp sem ber nafnið Skriður og spila þær undir merkjum UMF Glóa. Í vetur hafa þær tekið þátt á nokkrum hraðmótum hér norðanlands ásamt því að spila í 5. deild á Íslandsmótinu.
Lesa meira

Hin sanna pitsa

Simone Salvatori, ítalskur pitsameistari og túlkur með honum, voru gestakennarar í áfanganum „Matur og menning“ í gær. Meistarinn raðaði upp efni í nokkra botna með vel af hveiti á milli og flatti út. Síðan fengu nemendur að reyna sig við að koma botninum í hæfilega þykkt. Bæði voru gerðar venjulegar flatbökur og „calzone“ - hálfmánar, eða lokaðar pitsur.
Lesa meira