Fréttir

Skólasetning, fyrsti kennsludagur

Skólinn verður settur þann 18. ágúst klukkan 8:30 í Tjarnarborg og hefst kennsla að skólasetningu lokinni.
Lesa meira

Sumarleyfi

Starfsmenn skólans eru nú í sumarleyfi til 5. ágúst.
Lesa meira

Veglegur Nordplusstyrkur

Jóskur framhaldsskóli og Menntaskólinn á Tröllaskaga hafa fengið styrk frá Menntaáætlun norrænu ráðherranefndarinnar, Nordplus, að upphæð fimm og hálf milljón króna. Samstarfsverkefni skólanna snýst um að samþætta náttúrufræði, útivist og íþróttir og dönsku. Tveir hópar taka þátt í verkefninu, annar í Menntaskólanum á Tröllaskaga, hinn í Fjordvang Ungdomsskole á Jótlandi í Danmörku
Lesa meira

Fréttainnslag á dönsku

Tvær stúlkur í 10. bekk í Grunnskóla Fallabyggðar luku dönskuáfanganum 2B með myndbandi. Nokkuð er um að grunnskólanemar taki staka áfanga í fjarnámi í MTR samhliða 10. bekk. Nemendur í dönskuáfanganum áttu að gera lokaverkefni þar sem þeir kynntu eigin menningu á dönsku eða fjölluðu um danska menningu á dönsku
Lesa meira

Ljósmyndasýning

Gísli Kristinsson heldur ljósmyndasýningu um Sjómannadagshelgina í Menntaskólanum á Tröllaskaga. Sýningin er opin föstudag; 17-19 laugardag: 14-18 og sunnudag 14-18. Sýndar verða 6 myndir frá samsýningu sem haldin var í Minjasafninu á Akureyri og hét Næturbirta Norðursins og 14 nýlegar myndir teknar 2014-2015.
Lesa meira

Vökvaræktun

Brynja Sól Guðmundsdóttir gerði tilraun til að líkja eftir hengigörðunum í Babýlon í lokaverkefni sínu. Hún byrjaði á að kaupa það sem þurfti til, bakka með loftdælu, steinull, vikur, fræ og fleira. Næsta skref var að setja upp og sá fræjunum. Tilraunin hófst í febrúar og lauk í síðustu kennsluvikunni í maí. Niðurstaðan var að flestar jurtirnar döfnuðu vel.
Lesa meira

Persónuhlífar í knattspyrnu

Í knattspyrnu er aðeins ein regla um persónuhlífar. Hún er um legghlífar. Einnig eru til hjálmar sem verja höfuð leikmanna í skallaeinvígjum en engar reglur eru um notkun þeirra. Örn Elí Gunnlaugsson fjallaði um höfuðáverka í knattspyrnu í lokaverkefni sínu á íþróttabraut. Hann telur að afleiðingar höfuðmeiðsla séu mun alvarlegri en slysa á fótum og setur spurningamerki við forgangsröðunina
Lesa meira

Bjarki Þór í norrænni dómnefnd tölvuleikja

Nordic Game Awards eru tölvuleikjaverðlaun þar sem rjóminn af norrænni tölvuleikjagerð er kynntur. Í dómnefnd sitja fulltrúar frá öllum Norðurlöndunum og sat Bjarki Þór Jónsson, kennari við Menntaskólann á Tröllaskaga, í dómnefnd fyrir Íslands hönd þetta árið. Vinningshafarnir voru kynntir á Nordic Game ráðstefnunni sem fór fram í Malmö dagana 20.-22. maí.
Lesa meira

Fjarnám

Menntaskólinn á Tröllaskaga er ekki með fjarnám í sumar. Innritun í fjarnám fyrir haustið stendur yfir og er á sama tíma og önnur innritun. Einungis er tekið við nemendum í námshópa með staðnemendum þar til hópar eru fullir. Því takmarkast námsframboð í fjarnámi við rými í námshópum.
Lesa meira

Hættulegir kærastar

Algengt virðist að stúlkur hefji neyslu eiturlyfja vegna þess að kærastar þeirra eru neytendur. Við vinnslu lokaverkefnis ræddi Aníta Sara Sigurðardóttir við fimm einstaklinga sem höfðu verið í mikilli neyslu. Viðmælendur voru á aldrinum 13-18 ára þegar þeir hófu neysluna. Stúlkurnar þrjár höfðu allar byrjað vegna þess að kærastar voru neytendur en strákarnir sögðust hafa byrjað af forvitni og spennu.
Lesa meira