28.10.2015
Fulltrúar MTR í ungmennaráði Fjallabyggðar eru Haukur Orri Kristjánsson og Óskar Helgi Ingvason. Vaka Rán Þórisdóttir, sem einnig er nemandi við skólann er fulltrúi Ungmenna- og Íþróttasambands Fjallabyggðar. Haukur Orri og Vaka Rán voru kjörin formaður og varaformaður ráðsins á fyrsta fundi þess sem haldinn var í vikunni.
Lesa meira
27.10.2015
Veggi Menntaskólans á Tröllaskaga prýða mörg listaverk eftir bæði innlenda og erlenda listamenn og á skólinn orðið ágætt safn listaverka. Sumt hefur skólinn keypt á ferli sínum, annað hefur skólanum borist að gjöf frá velunnurum. Listaverk eru víða í skólanum og hefur verið leitast við að hafa listaverk í sem flestum kennslustofum og öðrum rýmum þar sem nemendur og starfsmenn eiga leið um. Myndlist er þannig þáttur í daglegu umhverfi þeirra sem í skólanum eru. Ætlunin er að gera þessum verkum skil á heimsasíðu skólans og kynna til sögunnar Listaverk mánaðarins.Við hæfi er að byrja á verki eftir Kristinn G. Jóhannson (1936) en hann var Skólastjóri við Gagnfræðaskólann í Ólafsfirði um árabil.
Lesa meira
23.10.2015
Hópur nemenda kynnti sér uppeldisfræði í miðannarvikunni. Námskeiðið samanstóð af stuttum fyrirlestrum, verkefnavinnu og vettvangsferðum. Farið var í Háskólann á Akureyri, Grunnskóla Fjallabyggðar og leikskólana Leikhóla á Ólafsfirði og Hólmasól á Akureyri. Það er Hjallastefnuskóli og þótti nemendum MTR athyglisvert að kynnast starfinu þar og hitta Margréti Pálu Ólafsdóttur, frumkvöðul í leikskólastarfi hér á landi.
Lesa meira
22.10.2015
Starfsbrautarnemar teiknuðu á púðaver, könnur og glös og máluðu krukkur og dósir fyrir kerti, í miðannarvikunni. Einnig urðu til stjörnur úr íspinnaspýtum. Þau lærðu líka spænsku og bökuðu kanilsnúða. Í menningar- og safnaferð skoðaði hópurinn Smámunasafnið í Sólgarði, Saurbæjarkirkju, Iðnaðarsafnið og safn Sigurvins með módelbílum og flugvélum.
Lesa meira
21.10.2015
Í miðannarvikunni valdi hópur nemenda að leggja stund á skapandi skif hjá Sigrúnu Valdimarsdóttur. Allir sömdu ljóð og sögur og sumir leikrit. Til varð leikþátturinn Tveir á fjalli sem greinir frá tveimur vinum í Fjallabyggð sem ákveða að fara á Humarhátíðina á Höfn í Hornafirði á hestinum Glófaxa.
Lesa meira
20.10.2015
Seinna í vikunni frumsýna uppistandararnir Dóri DNA og Saga Garðarsdóttir Þetta er grín, án djóks í Menningarhúsinu Hofi á Akureyri. Þau gáfu nemendum MTR forsmekkinn í morgun og léku atriði úr verkinu þar sem samskipti kynjanna og viðhorf eru í brennidepli. Dóri og Saga eru höfundar verksins en leikstjóri er Jón Páll Eyjólfsson og Snorri Helgason sér um tónlistina.
Lesa meira
15.10.2015
Hópur nemenda hefur í miðannarvikunni iðkað tónlistarspuna og samspil undir stjórn Auðar Guðjohnsen og Halldórs Sveinssonar. Hópurinn heldur hádegistónleika í Tjarnarborg kl. 12 á morgun föstudag þar sem flutt verður afurð vikunnar. Allir gestir hjartanlega velkomnir!
Lesa meira
15.10.2015
Hópur nemenda lærir í miðannarvikunni grunninn í hönnun smáforrita fyrir Android stýrikerfið. Patrekur Þórarinsson einn nemendanna segir að þetta gangi að mestu leyti vel. Notað sé forritið Android Studio, sem sé mjög flókið. Það taki líka mikið á tölvurnar og vinni því oft mjög hægt.
Lesa meira
14.10.2015
Gerð hljóðskúlptúra er ung listgrein þar sem listamenn nota ýmsa hljóðgjafa sem efni í sköpun sína oft í samhengi við ákveðin rými. Í þessum miðannaráfanga er lögð sérstök áhersla á gerð hljóðgjafa sem eru bæði skúlptúrar og hljóðfæri. Nemendur sýna afrakstur vinnunnar í Björgunarsveitarhúsinu í Ólafsfirði á föstudag. Allir íbúar í Fjallabyggð og nágrenni eru velkomnir á sýninguna milli kl. 13:00 og 15:00.
Lesa meira
09.10.2015
Nemendur í ÚTIDAN-áfanganum áttu frábæran dag í gær. Klifur í trjám í Hundaskógi og vindrenningur (windsurfing) voru meðal viðfangsefna en einnig hjólreiðar og almenn útivist. Í útivistinni vorum við að tálga og hnýta hnúta og gerðum okkur kakó, hreint útsagt frábær dagur, segir á fréttasíðu hópsins.
Lesa meira