Listaverkin í Menntaskólanum á Tröllaskaga

Kristinn G. Jóhannson, Málverk um mannabyggð 1991
Kristinn G. Jóhannson, Málverk um mannabyggð 1991
Veggi Menntaskólans á Tröllaskaga prýða mörg listaverk eftir bæði innlenda og erlenda listamenn og á skólinn orðið ágætt safn listaverka. Sumt hefur skólinn keypt á ferli sínum, annað hefur skólanum borist að gjöf frá velunnurum. Listaverk eru víða í skólanum og hefur verið leitast við að hafa listaverk í sem flestum kennslustofum og öðrum rýmum þar sem nemendur og starfsmenn eiga leið um. Myndlist er þannig þáttur í daglegu umhverfi þeirra sem í skólanum eru. Ætlunin er að gera þessum verkum skil á heimsasíðu skólans og kynna til sögunnar Listaverk mánaðarins.Við hæfi er að byrja á verki eftir Kristinn G. Jóhannson (1936) en hann var Skólastjóri við Gagnfræðaskólann í Ólafsfirði um árabil.

Veggi Menntaskólans á Tröllaskaga prýða mörg listaverk eftir bæði innlenda og erlenda listamenn og á skólinn orðið ágætt safn listaverka. Sumt hefur skólinn keypt á ferli sínum, annað hefur skólanum borist að gjöf frá velunnurum.  Listaverk eru víða í skólanum og hefur verið leitast við að hafa listaverk í sem flestum kennslustofum og öðrum rýmum þar sem nemendur og starfsmenn eiga leið um.  Myndlist er þannig þáttur í daglegu umhverfi þeirra sem í skólanum eru. Ætlunin er að gera þessum verkum skil á heimsasíðu skólans og kynna til sögunnar Listaverk mánaðarins.Við hæfi er að byrja á verki eftir Kristinn G. Jóhannson (1936) en hann var Skólastjóri við Gagnfræðaskólann í Ólafsfirði um árabil.

Verkið var upphaflega á sýningunni Málverk um mannabyggð árið 1991 í FÍM-salnum í Garðastræti. Þar sýndi Kristinn ásamt dóttur sinni Brynhildi Kristinsdóttur. Menntaskólinn á Tröllaskaga fékk verkið svo að gjöf við stofnun skólans árið 2010.
Kristinn G. Jóhannsson (1936) varð stúdent frá MA 1956 og lauk kennaraprófi 1962. Starfaði við kennslu og skólastjórn í áratugi, lengst við Gagnfræðaskólann Ólafsfirði. Nam myndlist á Akureyri, í Reykjavík og í Edinburgh College of Art.
Efndi til fyrstu sýningar sinnar á Akureyri 1954 en sýndi fyrst í Reykjavík 1962 í Bogasal Þjóðminjasafnsins og tók sama ár, fyrsta sinni, þátt í Haustsýningu FÍM í Listamannaskálanum við Austurvöll. Hefur síðan sýnt oft og víða heima og erlendis.
Kristinn opnaði á laugardaginn var sýninguna FRAMTÍÐIN AÐ BAKI í  Mjólkurbúðinni í Listagilinu á Akureyri. Sýningin verður opin til 8. nóvember.
Kristinn hefur gert teikningar og vatnslitamyndir í fjölda bóka og má nefna útgáfur af bókum Nonna, Jóns Sveinssonar, auk mynda í þjóðsögur s.s. Búkollu og Gilitrutt.